Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 31. júlí 2024 13:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wan-Bissaka nálgast West Ham - Mazraoui kemur í staðinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sky Sports fjallar um það í dag að West Ham sé að nálgast samkomulag við Manchester United um kaup á enska bakverðinum Aaron Wan-Bissaka.

West Ham hefur sýnt Wan-Bissaka áhuga í sumar og er Man Utd opið fyrir því að selja hann og þegar búið að ákveða hver skal koma inn í staðinn.

Það er Noussair Mazraoui leikmaður Bayern Munchen. Man Utd mun fara á fullt í viðræðum við Bayern um leið og salan á Wan-Bissaka er genginn í gegn.

Þegar hefur verið fjallað um að United hafi náð samkomulagi við Mazraoui um kaup og kjör.


Athugasemdir
banner
banner