Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   mið 31. júlí 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
West Ham komið langt í viðræðum við Leeds og Dortmund
Mynd: Getty Images
West Ham er komið langt í viðræðum sínum og við Leeds um möguleg kaup á Crysencio Summerville.

Samkvæmt Sky Sports á enn eftir að klára ýmislegt en West Ham er bjartsýnt á að ná saman við Leeds. Summerville er aðalskotmark Hamranna af þeim kantmönnum sem hafa verið skoðaðir.

Hann á innan við tvö ár eftir af samningi sínum við Leeds og er sagður hafa áhuga á því að spila í úrvalsdeildinni.

Summerville er 22 ára og kom til Leeds frá Feyenoord árið 2020. Hann hefur skorað 25 mörk í 89 leikjum fyrir Leeds, þar af komu 19 í 45 leikjum í Championship deildinni í vetur.

Þá segir einnig að West Ham sé að ganga frá kaupum á Niclas Füllkrug frá Dortmund.

Þýski framherjinn er sagður spenntur fyrir því að fara til Englands. West Ham reyndi að kaupa hann í fyrra en þá fór hann til Dortmund frá Werder Bremen. Þýski landsliðsmaðurinn á tvö ár eftir af samningi sínum við Dortmund.
Athugasemdir
banner
banner
banner