Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 31. ágúst 2021 19:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Griezmann á leið aftur til Atletico
Antoine Griezmann.
Antoine Griezmann.
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Antoine Griezmann er á leið aftur til Atletico Madrid frá Barcelona.

Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano segir að viðræður séu langt komnar varðandi lánssamning. Atletico þarf svo að kaupa hann þegar láninu lýkur.

Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum og hefur ekki efni á því að halda Griezmann mikið lengur í sínum herbúðum.

Griezmann, sem er þrítugur, var keyptur til Barcelona frá Atletico fyrir tveimur árum fyrir 120 milljónir evra. Á tveimur árum hjá Barcelona hefur hann skorað 35 mörk í 102 leikjum.

Barcelona er að vinna í því að fá hollenska sóknarmanninn Luuk de Jong frá Sevilla í staðinn. De Jong skoraði fjögur mörk í 34 leikjum fyrir Sevilla í La Liga á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner