Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 31. ágúst 2022 15:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ármann Smári aðstoðað Jón Þór í síðustu leikjum - „Hann hjálpar okkur gríðarlega"
Ármann á hliðarlínunni í Keflavík
Ármann á hliðarlínunni í Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ármann Smári Björnsson, sem lék undir lok ferilsins með ÍA, hefur verið á skýrslu í undanförnum leikjum liðsins og skráður sem einn af aðstoðarmönnum Jóns Þórs Haukssonar sem er aðalþjálfari liðsins.

Jón Þór var til viðtals eftir sigur liðsins gegn Keflavík á sunnudag og var hann spurður út í Ármann.

„Ármann kom inn til okkar á miðju sumri. Ég hef unnið áður með Ármanni. Ég taldi okkur þurfa þá eiginleika sem Ármann kemur með inn. Hann kemur með gríðarlegt 'presence' og mikla reynslu, bæði sem landsliðsmaður og atvinnumaður og úr efstu deild á Íslandi."

„Hann hjálpar okkur gríðarlega, bæði leikmönnum og liðinu í heild sinni. Það er bara frábær innkoma hjá honum og teyminu öllu. Við erum með öflugt teymi sem hefur unnið gríðarlega vel í sumar,"
sagði Jón Þór.

ÍA hefur unnið tvo síðustu leiki sína og er komið úr botnsæti Bestu deildarinnar.

Ármann lék á sínum ferli með Sindra, Val, FH og ÍA á Íslandi ásamt því að leika með Lilleström og Brann í Noregi og Hartlepool á Englandi. Hann lék þá sex leiki með landsliðinu á árunum 2006-2009.
Jón Þór: Baráttusigur liðsheildarinnar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner