Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mið 31. ágúst 2022 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Akureyri.net 
Tímabilið búið hjá Nikola - Hnéskelin fór úr lið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nikola Stojanovic hefur staðið sig vel á miðjunni hjá Þór í Lengjudeildinni á þessari leiktíð.


Nikola og Þór urðu fyrir miklu áfalli á dögunum þegar hnéskelin á honum fór úr lið á æfingu liðsins. Þetta kemur fram á Akureyri.net.

Sjúkrafluttingamenn mættu og kipptu skelinni í lið aftur og hann var fluttur á sjúkrahús. Þar fór hann í myndatöku sem leiddi í ljós að hann væri ekki brotinn.

Hann mun fara í segulómskoðun í vikunni til að sjá hvort einhver liðbönd hafi skaddast.

Þessi 21 árs gamli leikmaður hefur komið við sögu í 18 leikjum liðsins í Lengjudeildinni og skorað eitt mark. 


Athugasemdir
banner