Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fös 07. júní 2019 21:36
Orri Rafn Sigurðarson
Elín Metta: Komið skemmtilega á óvart
Elín Metta Jensen fagnar marki sínu gegn KR
Elín Metta Jensen fagnar marki sínu gegn KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vann stórsigur á Fylki í Pepsi Max deildinni í kvöld þar sem Elín Metta fór á kostum með 4 mörk og 2 stoðdendingar.

„Mér líður dásamlega þetta var mjög góður leikur og gott veður svo þetta var mjög skemmtilegt." Sagði Elín Metta glöð og sátt eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  0 Fylkir

Þetta er í annað skipti í sumar sem Elín skorar þrjú mörk eða fleiri og það einnig annan deildarleikinn í röð. Kemur það henni á óvart?

„Það kemur skemmtilega á óvart og virkilega gaman hvað maður er að nýta færin vel og hvað liðsfélagarnir eru að skapa fyrir mann."

Eftir fyrsta mark Vals virtist öll von fara úr gestunum, skynjaði Elín Metta það á vellinum?

„Já það gæti verið mér fannst við vera bara þolinmóðar við létum boltann ganga og það skilaði sér að lokum í mörkum. Við erum góðar þegar við náum að slaka á og láta boltann ganga."

„Við erum með geggjaða vörn og markmann mér finnst við vera í toppstandi og lítið út á þennan leik að setja hjá okkur." Sagði Elín Metta. En varnarleikur Vals gleymist oft þar sem sóknarleikurinn er svo feikasterkur en þær héldu Fylkir alveg niðri í þessum leik.

Núna er landsliðs verkefni framundan og Elín er að senda skýr skilaboð til landsliðsþjálfarans um að hún eigi að byrja upp á topp með þessum mörkum.

„Ég treysti þjálfaranum til að velja besta liðið í landsliðinu ég ætla ekki fara skipta mér af því." Sagði Elín að lokum

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner