Valur vann stórsigur á Fylki í Pepsi Max deildinni í kvöld þar sem Elín Metta fór á kostum með 4 mörk og 2 stoðdendingar.
„Mér líður dásamlega þetta var mjög góður leikur og gott veður svo þetta var mjög skemmtilegt." Sagði Elín Metta glöð og sátt eftir leik.
„Mér líður dásamlega þetta var mjög góður leikur og gott veður svo þetta var mjög skemmtilegt." Sagði Elín Metta glöð og sátt eftir leik.
Lestu um leikinn: Valur 6 - 0 Fylkir
Þetta er í annað skipti í sumar sem Elín skorar þrjú mörk eða fleiri og það einnig annan deildarleikinn í röð. Kemur það henni á óvart?
„Það kemur skemmtilega á óvart og virkilega gaman hvað maður er að nýta færin vel og hvað liðsfélagarnir eru að skapa fyrir mann."
Eftir fyrsta mark Vals virtist öll von fara úr gestunum, skynjaði Elín Metta það á vellinum?
„Já það gæti verið mér fannst við vera bara þolinmóðar við létum boltann ganga og það skilaði sér að lokum í mörkum. Við erum góðar þegar við náum að slaka á og láta boltann ganga."
„Við erum með geggjaða vörn og markmann mér finnst við vera í toppstandi og lítið út á þennan leik að setja hjá okkur." Sagði Elín Metta. En varnarleikur Vals gleymist oft þar sem sóknarleikurinn er svo feikasterkur en þær héldu Fylkir alveg niðri í þessum leik.
Núna er landsliðs verkefni framundan og Elín er að senda skýr skilaboð til landsliðsþjálfarans um að hún eigi að byrja upp á topp með þessum mörkum.
„Ég treysti þjálfaranum til að velja besta liðið í landsliðinu ég ætla ekki fara skipta mér af því." Sagði Elín að lokum
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir