Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 07. júní 2019 21:36
Orri Rafn Sigurðarson
Elín Metta: Komið skemmtilega á óvart
Elín Metta Jensen fagnar marki sínu gegn KR
Elín Metta Jensen fagnar marki sínu gegn KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vann stórsigur á Fylki í Pepsi Max deildinni í kvöld þar sem Elín Metta fór á kostum með 4 mörk og 2 stoðdendingar.

„Mér líður dásamlega þetta var mjög góður leikur og gott veður svo þetta var mjög skemmtilegt." Sagði Elín Metta glöð og sátt eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  0 Fylkir

Þetta er í annað skipti í sumar sem Elín skorar þrjú mörk eða fleiri og það einnig annan deildarleikinn í röð. Kemur það henni á óvart?

„Það kemur skemmtilega á óvart og virkilega gaman hvað maður er að nýta færin vel og hvað liðsfélagarnir eru að skapa fyrir mann."

Eftir fyrsta mark Vals virtist öll von fara úr gestunum, skynjaði Elín Metta það á vellinum?

„Já það gæti verið mér fannst við vera bara þolinmóðar við létum boltann ganga og það skilaði sér að lokum í mörkum. Við erum góðar þegar við náum að slaka á og láta boltann ganga."

„Við erum með geggjaða vörn og markmann mér finnst við vera í toppstandi og lítið út á þennan leik að setja hjá okkur." Sagði Elín Metta. En varnarleikur Vals gleymist oft þar sem sóknarleikurinn er svo feikasterkur en þær héldu Fylkir alveg niðri í þessum leik.

Núna er landsliðs verkefni framundan og Elín er að senda skýr skilaboð til landsliðsþjálfarans um að hún eigi að byrja upp á topp með þessum mörkum.

„Ég treysti þjálfaranum til að velja besta liðið í landsliðinu ég ætla ekki fara skipta mér af því." Sagði Elín að lokum

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner