Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 07. júní 2019 21:36
Orri Rafn Sigurðarson
Elín Metta: Komið skemmtilega á óvart
Kvenaboltinn
Elín Metta Jensen fagnar marki sínu gegn KR
Elín Metta Jensen fagnar marki sínu gegn KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vann stórsigur á Fylki í Pepsi Max deildinni í kvöld þar sem Elín Metta fór á kostum með 4 mörk og 2 stoðdendingar.

„Mér líður dásamlega þetta var mjög góður leikur og gott veður svo þetta var mjög skemmtilegt." Sagði Elín Metta glöð og sátt eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  0 Fylkir

Þetta er í annað skipti í sumar sem Elín skorar þrjú mörk eða fleiri og það einnig annan deildarleikinn í röð. Kemur það henni á óvart?

„Það kemur skemmtilega á óvart og virkilega gaman hvað maður er að nýta færin vel og hvað liðsfélagarnir eru að skapa fyrir mann."

Eftir fyrsta mark Vals virtist öll von fara úr gestunum, skynjaði Elín Metta það á vellinum?

„Já það gæti verið mér fannst við vera bara þolinmóðar við létum boltann ganga og það skilaði sér að lokum í mörkum. Við erum góðar þegar við náum að slaka á og láta boltann ganga."

„Við erum með geggjaða vörn og markmann mér finnst við vera í toppstandi og lítið út á þennan leik að setja hjá okkur." Sagði Elín Metta. En varnarleikur Vals gleymist oft þar sem sóknarleikurinn er svo feikasterkur en þær héldu Fylkir alveg niðri í þessum leik.

Núna er landsliðs verkefni framundan og Elín er að senda skýr skilaboð til landsliðsþjálfarans um að hún eigi að byrja upp á topp með þessum mörkum.

„Ég treysti þjálfaranum til að velja besta liðið í landsliðinu ég ætla ekki fara skipta mér af því." Sagði Elín að lokum

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner