Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. maí 2020 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lögreglan handtók fyrirliða Augnabliks rétt fyrir leik
Jón Orri og Andrés voru viðmælendur vikunnar í Miðjunni.
Jón Orri og Andrés voru viðmælendur vikunnar í Miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Jón Orri Guðmundsson og Andrés Pétursson voru gestir Hafliða Breiðfjörð í Miðjunni þessa vikuna.

Þeir Jón Orri og Andrés segja frá stofnun Augnabliks og fleiru skemmtilegu en í þessari grein er fjallað um handtöku fyrirliða félagsins fyrir leik liðsins árið 1983 gegn Grundarfirði á heimavelli.

Þáttinn má nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum en einnig má hlusta á hann neðst í fréttinni.

„Það var (eitt af því sem) var líka planað. Við áttum vini sem voru í lögreglunni, þeir voru ekki á vakt en þeir ákváðu að ganga til liðs við okkur og svo gerðum við Eyjólf Kristjánsson að fyrirliða í leiknum."

„Síðan þegar fyrirliðarnir heilsast þá rennur lögreglubíll upp að vellinum og úr honum stökkva tveir lögreglumenn úr bílnum og snúa Eyjólf niður, settu hann í handjárn og drógu hann af vellinum."

„Grundfirðingarnir vissu ekkert hvað var að gerast og við þóttumst fara í 'panikk' að þurfa að skipta inn varamanni - þetta var ansi gaman. Dómarinn var með í ráðum og hann vissi af þessu, hafði húmor fyrir þessu,"
sagði Andrés.

„Við unnum leikinn 5-1 svo þetta truflaði okkur ekkert."
Miðjan - Augnabliks fíflalæti og fyndnar sögur
Athugasemdir
banner
banner
banner