sun 12. febrúar 2012 14:08
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Sporting Life 
Fjölmiðlar vilja að eigendur Liverpool bregðist við
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum vilja að eigendur enska knattspyrnufélagsins Liverpool bregðist við atvikinu sem átti sér stað í leik liðsins gegn Manchester United í gær.

Manchester United vann leikinn með tveimur mörkum gegn einu, þar sem Wayne Rooney skoraði tvö mörk fyrir United áður en Luis Suarez tókst að minnka muninn, en úrslit leiksins voru skyggð af atviki sem gerðist fyrir leikinn.

Suarez var dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Patrice Evra leikmanns United í lok desember, en það atvik átti sér stað í október í leik liðanna á Anfield. Leikmennirnir mættust í fyrsta skiptið eftir atvikið í gær á Old Trafford, en þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Suarez síðan hann kom úr banninu.

Fyrir leik var búið að ákveð að allir leikmenn myndu takast í hendur, en Suarez tók ekki í hönd Evra fyrir leikinn sem skapaði mikla dramatík. Rio Ferdinand, varnarmaður United ákvað þá ekki að taka í hönd Suarez heldur, en þetta mál hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum.

Fyrirsagnir allra blaða um leikinn snúast ekki um úrslitin sjálf heldur handabandið sem aldrei varð og krefst nú bandaríska pressan að eigendur Liverpool komi fram og bregðist við gagnrýninni og aðhafist frekar í málinu.

Fjölmiðlar segja þá að það þurfi að gera til þess að koma í veg fyrir ímynd Liverpool verði skemmd, en Sir Alex Ferguson, stjóri Man Utd sagði strax eftir leik að Suarez væri skömm fyrir Liverpool og að hann ætti aldrei aftur að leika með félaginu.

,,Eigendur Liverpool verða að ná tökum á þessu, liðið spilar í efstu deild á Englandi og jafnframt þurfa þeir að laga ímynd liðsins sem gæti skaðast um allan heim," sagði í grein The Times.

,,Það er kominn tími fyrir John W. Henry og Tom Werner, leiðtoga Fenway Group Sports sem stjórna liðinu að bregðast við og segja hvaða stefnu liðið vill taka á þessu máli," var sagt að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner