Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. janúar 2009 10:13
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sky 
Benítez segir enga pressu þrátt fyrir jafnteflið
Mynd: Getty Images
Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool segist ekki finna fyrir neinni pressu þrátt fyrir að liðið hafi aðeins náð jafntefli gegn Everton í gær og þar með misst af því að komast í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar að nýju.

Stigið úr leiknum þýddi að Liverpool jafnaði Manchester United á toppi deildiarinnar en með lakari markatölu svo þeir eru enn í öðru sætinu og Man Utd á leik til góða.

,,Við finnum ekki pressuna, og verðum að líta á jákvæðu hlutina," sagði Benítez.

,,Við erum vonsviknir að hafa ekki unnið. En við erum jafnir Manchester United í janúar, við erum enn í Meistaradeildinni og við getum bætt upp fyrir þetta jafntefli ef við vinnum leikinn í FA Cup gegn Everton á sunnudag."

,,Og leikmennirnir telja enn að þeir geti barist um titilinn. Það er ekki pressa þegar maður er með jafnmörg stig og Manchester United í janúar. Við erum vonsviknir með hvernig við vörðumst í þessari aukaspyrnu seint í leiknum, og vonsviknir að gefa þessa aukaspyrnu á þessari stundu svo nærri teignum. Það hefði verið hægt að komast hjá því."

Athugasemdir
banner