Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 27. apríl 2010 17:00
Sigurður Reynir Karlsson
Aquilani gæti skipt um stöðu við Gerrard
Mynd: Getty Images
Rafael Benitez, stjóri Liverpool er að gæla við þá hugmynd að nota Alberto Aquilani sem sóknarsinnaðan miðjumann í stað Steven Gerrard.

Gerrard yrði þá færður inn á miðsvæðið en hann ætti að vera vel kunnur þeirri stöðu.

,,Það er möguleiki að ég breyti til," sagði Benitez.

,,Alberto getur spilað í báðum stöðunum sem er kostur. Ef hann spilar sem sóknarsinnaður miðjumaður hefur hann meira frelsi til að senda boltan og hann og Gerrard geta unnið vel saman."

Aquilani hefur aðeins spilað í 22 leikjum fyrir Liverpool, þar af sjö í byrjunarliði, frá því að hann kom frá Roma í sumar en hann hefur átt erfitt með að komast í gott leikform.
banner