Hafsteinn Briem fyrirliði HK var ósáttur með að hafa ekki náð í öll stigin þrjú þegar liðið gerði 1-1 jaftnefli gegn ÍR í 1. deild karla í kvöld.
„Við fengum fullt af sénsum í lokin en vantaði herslumuninn upp á að klára leikinn, en þetta er mjög mikil bæting á leik okkar síðan í byrjun móts, og við þurfum að byggja ofan á þetta,“ sagði Hafsteinn við Fótbolta.net.
Aðspurður hvort að mikið hafi breyst með komu nýs þjálfara, svaraði Hafsteinn:
„Auðvitað eru einhverjar áherslubreytingar sem eru settar fram strax í byrjun en hann er ekki búinn að vera mikið með okkur á æfingum. Við söknum Tomma auðvitað mikið, en svona er fótboltinn. Það er voða lítið hægt að gera í þessu ef úrslitin eru svona, þá verða væntanlega að vera einhverjar breytingar.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.