Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
   fim 30. júní 2011 22:36
Elvar Geir Magnússon
Garðar Gunnar: Andstæðingurinn þarf lítið til að skora
„Ég held að ef við náum fyrsta sigrinum fari þetta að rúlla fyrir okkur," segir Garðar Gunnar Ásgeirsson, þjálfari hjá Leikni. Liðið tapaði 4-3 fyrir Fjölni í kvöld og er enn límt í fallsæti.

Leiknir var hársbreidd frá því að fara upp í fyrra en liðið er að leika langt undir væntingum í ár. Hver er skýringin á þessum rosalega mun á spilamennsku liðsins?

„Þetta sýnir bara bersýnilega hvað sjálfstraustið skiptir miklu máli. Við störtuðum vel í fyrra og fengum sjálfstraustið með okkur. Núna byrjum við ekki af sama krafti og hlutirnir ekki fallið fyrir okkur," segir Garðar.

„Þetta er brekka en ég held að við komumst yfir hana. Það er alveg klárt mál að menn verða að girða sig í brók."

„Það er áberandi hvað andstæðingurinn þarf lítið til að skora mörk. Við þurfum hinsvegar að hafa verulega fyrir öllum okkar mörkum," segir Garðar en viðtalið við hann má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
banner