Þorsteinn Magnússon þjálfari Aftureldingar var ánægður með 2-1 útisigur á ÍH á Ásvöllum í kvöld. Með sigrinum sögðu kvöddu þeir botnliðin og eru nú einungis fjórum stigum á eftir Hamarsmönnum sem eru í 2.sæti en eiga þó leiki til góða.
,,Mér fannst þetta vera sannfærandi sigur, þetta var nánast aldrei í hættu," sagði Þorsteinn. Afturelding hefði hæglega getað skorað fleiri mörk í leiknum og Þorsteinn sagði að það væri ekkert nýtt á nálinni hjá sínu liði,
,,Við erum að fá lítið af færum á okkur, við skorum fleiri mörk en andstæðingurinn í undanförnum leikjum og það hefur dugað okkur, en þessa þrjá leiki sem við töpuðum erum við að skapa okkur jafn mikið að færum en klárum þau ekki en þau nýttu sér færin sem við gáfum," sagði Þorsteinn sem segist ekkert fara leynt með markmiðin hjá liðinu, þau eru...
,,Við ætlum að vera í toppbaráttunni, þangað stefnum við, þar viljum við vera, vilja ekki allir knattspyrnumenn vera þar?," sagði Þorsteinn og með þessum orðum ljúkum við þessu viðtali við manninn sem alltaf er í topp formi, Þorstein Magnússon.
Viðtalið í heild sinni við Þorstein er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.