Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mið 20. júlí 2011 08:28
Magnús Már Einarsson
Ólafur Kristjánsson: Alls ekki að kasta handklæðinu í hringinn
Breiðablik fær Rosenborg í heimsókn klukkan 18:45 í kvöld í síðari leik liðanna í Meistaradeildinni. Blikar töpuðu fyrri leiknum í Noregi 5-0 en Ólafur Kristjánsson þjálfari liðsins vonast eftir betri spilamennsku í kvöld.

,,Við ætlum að fara inn í leikinn og reyna að verja markið okkar betur en í Noregi augljóslega. Við ætlum að vera djarfari í því að nýta okkur þá sóknarmöguleika sem bjóðast," sagði Ólafur við Fótbolta.net í gær.

,,Þegar maður er búinn að horfa á leikinn aftur þá sér maður að við höfðum ákveðna möguleika. Það var 2-0 fram á 75. mínútu og alls ekkert útilokað að ná útivallarmarki. Það þarf kannski aðeins að sleppa handbremsunni og vera djarfari í því sem við erum að gera."

Eftir 3-2 tap gegn Stjörnunni sagðist Ólafur í viðtali við RÚV þurfa að skoða sína stöðu sem og þeir sem að liðinu standa.

,,Ég hef íhugað hvort ég geti ekki gert einhverja hluti betur. Það er alls ekki þannig að ég sé að fara að kasta handklæðinu í hringinn. Við þurfum að skerpa okkur á öllum sviðum, bæði inni á vellinum og utan vallar."

,,Við þurfum að vera betri í því sem við erum að gera allir, hvort sem það er sá sem blandar þann drykk sem menn drekka í leikjunum til þjálfarans og út í liðið,"
sagði Ólafur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
banner