Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 20. júlí 2011 08:28
Magnús Már Einarsson
Ólafur Kristjánsson: Alls ekki að kasta handklæðinu í hringinn
Breiðablik fær Rosenborg í heimsókn klukkan 18:45 í kvöld í síðari leik liðanna í Meistaradeildinni. Blikar töpuðu fyrri leiknum í Noregi 5-0 en Ólafur Kristjánsson þjálfari liðsins vonast eftir betri spilamennsku í kvöld.

,,Við ætlum að fara inn í leikinn og reyna að verja markið okkar betur en í Noregi augljóslega. Við ætlum að vera djarfari í því að nýta okkur þá sóknarmöguleika sem bjóðast," sagði Ólafur við Fótbolta.net í gær.

,,Þegar maður er búinn að horfa á leikinn aftur þá sér maður að við höfðum ákveðna möguleika. Það var 2-0 fram á 75. mínútu og alls ekkert útilokað að ná útivallarmarki. Það þarf kannski aðeins að sleppa handbremsunni og vera djarfari í því sem við erum að gera."

Eftir 3-2 tap gegn Stjörnunni sagðist Ólafur í viðtali við RÚV þurfa að skoða sína stöðu sem og þeir sem að liðinu standa.

,,Ég hef íhugað hvort ég geti ekki gert einhverja hluti betur. Það er alls ekki þannig að ég sé að fara að kasta handklæðinu í hringinn. Við þurfum að skerpa okkur á öllum sviðum, bæði inni á vellinum og utan vallar."

,,Við þurfum að vera betri í því sem við erum að gera allir, hvort sem það er sá sem blandar þann drykk sem menn drekka í leikjunum til þjálfarans og út í liðið,"
sagði Ólafur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
banner