Kjartan Henry Finnbogason var hetja KR-inga þegar hann skoraði sigurmark þeirra gegn Víkingum í uppbótartíma á KR-velli í kvöld.
,,Þetta var erfiður leikur sérstaklega eftir að Mummi var rekinn útaf, þá var þetta ógeðslega erfitt. En við höfum lent í þessu áður á undirbúningstímabilinu að lenda manni færri og klárum yfirleitt leikina og við höfðum bara trú í því í hálfleik og bara allan leikinn að við gætum klárað þetta," sagði Kjartan Henry kampakátur eftir leikinn í kvöld.
Kjartan Henry skoraði tvö mörk í leiknum og var mjög sprækur fyrir KR-inga í leiknum í kvöld en sigurmark hans kom á 93.mínútu leiksins.
,,Stundum fær maður einhvern extra kraft þó maður missi mann útaf og Jordao kom mjög sterkur inn í staðin fyrir Mumma og við þéttum bara inná miðjunni og ég þurfti að sinna aðeins meiri varnarvinnu. Það er oft þannig þegar maður er svona aftarlega á vellinum fær maður meira svæði til að breika í og þetta heppnaðist í dag. Þetta var alveg ógeðslega mikilvægur sigur," sagði Kjartan aðspurður útí hvort leikurinn hafi ekki verið erfiður.
,, Ég vil fá að koma einu á framfæri, allir í klippingu á Rauðhettu og Úlfinn og þetta verður að fara í fyrirsögn," bætti Kjartan við hress.
Nánar er rætt við Kjartan í sjónvarpinu hér að ofan.