Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
Sandra: Fínt að fá að vera í sigurvímu eftir langa bið
Jóhann: Ekki mörg lið sem geta haldið þeim niðri
Guðni Eiríksson: Klárt mál að ef hún helst heil að þá fer hún út
Björgvin: Byrjuðum leikinn á 28. mínútu
Valgeir: Ef maður fær snertingu afhverju ekki þá að fara niður?
Jóhannes Karl: Hún var flott í dag
Þjálfari Virtus: Stundum gerast kraftaverk í San Marínó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
   sun 07. ágúst 2011 22:27
Snorri Helgason
Kjartan Henry: Allir í klippingu á Rauðhettu og Úlfinn
Kjartan Henry Finnbogason var hetja KR-inga þegar hann skoraði sigurmark þeirra gegn Víkingum í uppbótartíma á KR-velli í kvöld.

,,Þetta var erfiður leikur sérstaklega eftir að Mummi var rekinn útaf, þá var þetta ógeðslega erfitt. En við höfum lent í þessu áður á undirbúningstímabilinu að lenda manni færri og klárum yfirleitt leikina og við höfðum bara trú í því í hálfleik og bara allan leikinn að við gætum klárað þetta," sagði Kjartan Henry kampakátur eftir leikinn í kvöld.

Kjartan Henry skoraði tvö mörk í leiknum og var mjög sprækur fyrir KR-inga í leiknum í kvöld en sigurmark hans kom á 93.mínútu leiksins.

,,Stundum fær maður einhvern extra kraft þó maður missi mann útaf og Jordao kom mjög sterkur inn í staðin fyrir Mumma og við þéttum bara inná miðjunni og ég þurfti að sinna aðeins meiri varnarvinnu. Það er oft þannig þegar maður er svona aftarlega á vellinum fær maður meira svæði til að breika í og þetta heppnaðist í dag. Þetta var alveg ógeðslega mikilvægur sigur," sagði Kjartan aðspurður útí hvort leikurinn hafi ekki verið erfiður.

,, Ég vil fá að koma einu á framfæri, allir í klippingu á Rauðhettu og Úlfinn og þetta verður að fara í fyrirsögn," bætti Kjartan við hress.

Nánar er rætt við Kjartan í sjónvarpinu hér að ofan.
banner