
„Þetta var góður sigur fyrir okkur, þetta var fyrsti leikurinn í Meistaradeild svo að það er frábær byrjun að ná 6-0 sigri í útileik“ sagði Alyssa Naeher markmaður Potsdam eftir að liðið sigraði Þór/KA 6-0 í dag.
Lestu um leikinn: Þór/KA 0 - 6 Potsdam
„Við horfðum ekki mikið á Þór/KA né vissum við mikið um þær fyrir leik en öll lið eru góð í þessari keppni og við verðum bara að mæta til leiks undirbúnar og tilbúnar að spila okkar leik, ég held að við breytum því lítið milli leikja.“
Nánar er rætt við Naeher í sjónvarpinu hér að ofan.