Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
   lau 01. október 2011 17:12
Alexander Freyr Tamimi
Bjarni Jó: Magnað afrek að skora 51 mark á tímabilinu
Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar var að vonum svekktur með 4-3 tap sinna manna gegn Breiðablik í lokaumferð Pepsi deildarinnar í dag. Með sigri hefði Stjarnan tryggt sér sæti í Evrópudeildinni, og viðurkennir Bjarni að það hafi verið grátlegt að vera svona nálægt því.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  3 Stjarnan

„Það munaði grátlega litlu. Við urðum að taka svolítinn séns í lokin í stöðunni 3-3 og svo var bara spurning hvoru megin fjórða markið myndi lenda. Það lenti í markinu hjá okkur en á þessu mómenti skipti náttúrulega engu máli hvort að leikurinn færi 3-3 eða 4-3 fyrir þeim,“ sagði Bjarni við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Það var flott að ná að jafna leikinn og svo fannst mér ýmsar ákvarðanir í dómgæslunni í stöðunni 3-3 frekar daprar og okkur í óhag. Mér finnst við hafa farið ótrúlegar brekkur í þessari dómgæslu í sumar og það hefur reynt mjög á taugar og þolinmæði mína og minna manna. Þetta hefur alveg klárlega kostað okkur stig.“

Stjarnan hefur verið eitt af skemmtilegustu liðum deildarinnar í sumar og skorað ógrynni marka. Fólk fékk svo sannarlega eitthvað fyrir peninginn í flestum þeim leikjum sem það sá Stjörnuna spila og það var tilfellið í dag.

„Í dag er fótbolti skemmtun, alls staðar í heiminum. Menn vilja sjá mörk og halda með liðunum sem skora mörk. Við erum að skora 51 mark á þessu tímabili sem er magnað afrek að mínu mati. Okkur var spáð falli og að ég yrði rekinn fyrstur þjálfara, þannig að það hlýtur að hafa komið einhverjum á óvart að við höfum staðið hérna á 90. mínútu og átt séns á að fara í Evrópukeppni.“

Líkt og áður kom fram var Stjarnan hársbreidd frá því að ná 3. sætinu en endaði í því fjórða. Hvað þarf að gera til að liðið taki næsta skref?

„Núna verða menn bara að setjast niður í knattspyrnudeild Stjörnunnar og fara yfir þetta, og hvernig menn vilja sjá næstu 2-3 árin. Yfirleitt hafa þessi litlu lið sem ég kalla minni spámenn, komið upp í deildina á undanförnum árum og rokið niður eins og skot, en við erum að halda okkur uppi á þriðja ári og erum að kroppa í það að verða eitt af fjórum bestu liðum ársins. Það hlýtur að vera metnaður á öllum vígstöðvum í Garðabænum að sjá okkur fara ennþá hærra,“ sagði Bjarni.

„Við þurfum fyrst og fremst að klára samninga við þessa leikmenn sem eru í liðinu. Ég veit ekki hvort að þetta sé spurning um að fá einhverja gommu af leikmönnum, þetta er bara spurning um að menn taki farsælar ákvarðanir í þessum efnum.“

Bjarni hefur hug á að vera áfram með Stjörnuna ef markmið stjórnarinnar samræmast hans eigin markmiðum, en hann vill sjá mikinn metnað í næstu ár.

„Nú er ég búinn með fjögur ár hérna. Ég er mikill keppnismaður og ég vil bara sjá enn magnaðri umgjörð þarna í Garðabænum, og sjá til hvort að mínar hugmyndir um næstu skref fari saman við kappana þarna í Stjörnunni.“
banner
banner