Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   fim 10. maí 2012 23:35
Snorri Helgason
Jóhannes Karl: Þetta er bara rétt að byrja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var frábært, fyrsti leikur til baka á Akranesvelli eftir 14 ár. Frábært að ná að skora glæsilegt mark, en engu að síður frábær sigur hjá liðinu í heild sinni gegn fyrnarsterku KR-liði," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson í viðtali eftir leik ÍA og KR í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  2 KR

,,Þeir náðu að skora mjög gott mark í fyrri hálfleik þannig þetta var erfitt fyrir okkur. En við náðum að jafna á góðum tíma fyrir hálfleik þannig við fórum inní hálfleik með jafntefli. Ef einhver hefði sagt það við okkur fyrir leik hefðum við sætt okkur við það." En Skagamenn vörðust vel og beittu skyndisóknum sem skilaði sér í sigurmarki í síðari hálfleik, gegn gangi leiksins.

,,Við erum með hörkulið og duglegir strákar sem erum tilbúnir að leggja okkur fram og vinna fyrir hvorn annan."

Skagamenn eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar og er það vonum framar hjá þeim gulklæddu.

,,Við hefðum farið í þessa leiki fyrirfram mjög sáttir með 4 stig"

,,Þetta er bara rétt að byrja og við erum nýliðar í þessarri deild og eigum örugglega eftir að vera smá upp og niður. Það þarf að ná að stabílera lið í þessarri deild. Við förum í hvern leik með okkar leikplan og við höfum mikla trú á okkur sjálfum, en einn leikur í einu og frábær þrjú stig í dag," sagði Jóhannes en viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner