,,Þetta var frábært, fyrsti leikur til baka á Akranesvelli eftir 14 ár. Frábært að ná að skora glæsilegt mark, en engu að síður frábær sigur hjá liðinu í heild sinni gegn fyrnarsterku KR-liði," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson í viðtali eftir leik ÍA og KR í kvöld.
Lestu um leikinn: ÍA 3 - 2 KR
,,Þeir náðu að skora mjög gott mark í fyrri hálfleik þannig þetta var erfitt fyrir okkur. En við náðum að jafna á góðum tíma fyrir hálfleik þannig við fórum inní hálfleik með jafntefli. Ef einhver hefði sagt það við okkur fyrir leik hefðum við sætt okkur við það." En Skagamenn vörðust vel og beittu skyndisóknum sem skilaði sér í sigurmarki í síðari hálfleik, gegn gangi leiksins.
,,Við erum með hörkulið og duglegir strákar sem erum tilbúnir að leggja okkur fram og vinna fyrir hvorn annan."
Skagamenn eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar og er það vonum framar hjá þeim gulklæddu.
,,Við hefðum farið í þessa leiki fyrirfram mjög sáttir með 4 stig"
,,Þetta er bara rétt að byrja og við erum nýliðar í þessarri deild og eigum örugglega eftir að vera smá upp og niður. Það þarf að ná að stabílera lið í þessarri deild. Við förum í hvern leik með okkar leikplan og við höfum mikla trú á okkur sjálfum, en einn leikur í einu og frábær þrjú stig í dag," sagði Jóhannes en viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir