,,Það hefði verið sætt að sigra hvar sem við vorum, en auðvitað að koma hérna á útivöll að spila gegn sterku liði og eiga svolítið skiilið að fá meira út úr þessum leik en þetta er náttúrulega bara svekkelsi," sagði Andri Marteinsson, þjálfari ÍR eftir tap liðsins gegn Víking.
Hjörtur Júlíus Hjartarson skoraði eina mark leiksins fyrir heimamenn í uppbótartíma síðari hálfleiks, en mikið jafnræði var með liðunum í leiknum og virtist allt stefna í markalaust jafntefli.
,,Við vorum lið sem að kom hérna og virkaði ekki eins þetta væri útilið að koma, því mér fannst við ráða lögum og lofum á vellinum í fyrri hálfleiknum en það vantaði bara herslumuninn."
,,Í seinni hálfleik þá jafnaðist þetta svolítið út og var svona svolítið af þófi, en Víkingarnir voru svo sem ekkert að skapa sér neitt en smá augnabliks einbeitingarleysi og við fáum á okkur þetta mark undir blálokin, það gerir þetta rosalega súrt, en á síðasta þriðjungnum þá vorum við ekki nógu skynsamir í sendingum og hlaupum,"
ÍR leit ekki vel út í byrjun undirbúningstímabilsins, en liðið er allt að koma til og virðist sterkara en menn töldu.
,,Já, ég meina við vitum alveg hvað við getum. Þetta er búið að vera erfitt verkefni og það hefur safnast inn í hópinn og hefur hann verið að smyrjast saman jafn og þétt getum við sagt, þannig að þegar að við komum inn í mót þá var maður með væntingar, en maður vissi ekki alveg."
,,Þeir sönnuðu það svo sannarlega í fyrsta leik fyrir sjálfum sér og mér að þarna er ákveðinn kjarni og er að verða lið til sem er tilbúið að takast á við deildina og standa sig betur en þeim var spáð, enda líka erum við með allt önnur markmið en aðrir eru með fyrir okkur," sagði hann.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir