Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   lau 19. maí 2012 18:29
Brynjar Ingi Erluson
Andri Marteins: Þetta er náttúrulega bara svekkelsi
Andri Marteinsson hér til vinstri
Andri Marteinsson hér til vinstri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það hefði verið sætt að sigra hvar sem við vorum, en auðvitað að koma hérna á útivöll að spila gegn sterku liði og eiga svolítið skiilið að fá meira út úr þessum leik en þetta er náttúrulega bara svekkelsi," sagði Andri Marteinsson, þjálfari ÍR eftir tap liðsins gegn Víking.

Hjörtur Júlíus Hjartarson skoraði eina mark leiksins fyrir heimamenn í uppbótartíma síðari hálfleiks, en mikið jafnræði var með liðunum í leiknum og virtist allt stefna í markalaust jafntefli.

,,Við vorum lið sem að kom hérna og virkaði ekki eins þetta væri útilið að koma, því mér fannst við ráða lögum og lofum á vellinum í fyrri hálfleiknum en það vantaði bara herslumuninn."

,,Í seinni hálfleik þá jafnaðist þetta svolítið út og var svona svolítið af þófi, en Víkingarnir voru svo sem ekkert að skapa sér neitt en smá augnabliks einbeitingarleysi og við fáum á okkur þetta mark undir blálokin, það gerir þetta rosalega súrt, en á síðasta þriðjungnum þá vorum við ekki nógu skynsamir í sendingum og hlaupum,"


ÍR leit ekki vel út í byrjun undirbúningstímabilsins, en liðið er allt að koma til og virðist sterkara en menn töldu.

,,Já, ég meina við vitum alveg hvað við getum. Þetta er búið að vera erfitt verkefni og það hefur safnast inn í hópinn og hefur hann verið að smyrjast saman jafn og þétt getum við sagt, þannig að þegar að við komum inn í mót þá var maður með væntingar, en maður vissi ekki alveg."

,,Þeir sönnuðu það svo sannarlega í fyrsta leik fyrir sjálfum sér og mér að þarna er ákveðinn kjarni og er að verða lið til sem er tilbúið að takast á við deildina og standa sig betur en þeim var spáð, enda líka erum við með allt önnur markmið en aðrir eru með fyrir okkur,"
sagði hann.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner