,,Bara frábær, við megum vera stoltir. Við vorum náttúrulega hrokafullir fyrir þennan leik, við ætluðum að láta vita af okkur og gera þetta almenninlega og ég held að við höfum gert það og getum bara verið stoltir af okkur," sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 2-0 sigur á Norðmönnum í kvöld.
,,Frábært að hafa fengið þjóðina með okkur í þetta og áhorfendur voru bara frábærir í kvöld og þetta er miklu skemmtilegra en þetta hefur verið."
,,Það er alltaf þannig að maður byrjar svolítið shaky, en við náðum að vinna okkur inn í leikinn með góðri vinnslu og pressan hjá okkur var mjög góð. Við náðum bara að stríða þeim það mikið að þeir réðu ekki við það."
,,Ég man ekki eftir að hafa lagt upp mark úr innkasti. Þetta er handboltinn. Við vorum búnir að æfa föstu leikatriðin vel og náðum góðri æfingu í það. Nóðum góðum degi í gær, það var gott veður og náðum að æfa það vel og það tókst í kvöld og við erum bara sáttir með það."
,,Við vissum alveg hverju við vorum að fara að mæta. Við höfum mætt þeim áður, við vitum hverju þeir eru sterkir í og veikir í og við fórum í gegnum það mjög vel og staffið á hrósið fyrir hversu vel þeir fóru í gegnum þá og við nýttum okkur það í kvöld."
,,Það voru shaky fyrstu tuttugu mínútur, við vorum með stífa pressu á þá og það gekk eftir," sagði hann að lokum.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir