Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   mið 12. september 2012 16:35
Elvar Geir Magnússon
Höddi Magg: Þurfum að bíða eftir næsta Rúnari Kristins
Hörður Magnússon að störfum.
Hörður Magnússon að störfum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hefur nú leikið tvo fyrstu leiki sína í undankeppni HM. Fótbolti.net fékk íþróttafréttamanninn Hörð Magnússon til að rýna í landsliðið eftir þessa fyrstu leiki og þá aðallega leikinn gegn Kýpur í gær.

„Leikurinn var mikil vonbrigði frá A til Ö. Þetta var slakur leikur af hálfu Íslands og mikil vonbrigði," sagði Hörður.

„Miðjuspilið fannst mér mjög dapurt. Vörnin stóð sig ágætlega þó vinstri vængurinn hafi verið tæpur. Það kom minna út úr framlínumönnunum en maður hafði vonast eftir. Ég veit ekki hvort menn hafi ofmetnast eftir Noregsleikinn."

Hörður segist þó sjá margt jákvætt í uppbyggingu.

„Lars Lagerback er að reyna að búa til liðsheild og mér finnst það vera góð tilbreyting frá fyrri landsliðum."

„Okkur vantar klárlega sterkari miðjumann með Aroni (Einar Gunnarssyni), mann sem getur haldið boltanum betur. Sá maður er kannski ekki til. Við eigum engan Rúnar Kristins, mann sem getur haldið boltanum lengi og vel, valið sendingar og dreift spilinu. Við þurfum eiginlega að bíða eftir þeim leikmanni," sagði Hörður.

Vill sjá meira frá Gylfa
„Við söknum Kolbeins (Sigþórssonar) sem er að mínu mati besti leikmaður liðsins og svo vill maður sjá meira frá Gylfa (Sigurðssyni). Rúrik Gíslason var ekki að finna sig í þessum tveimur leikjum og mér finnst hann þurfa að sanna sig meira til að vera byrjunarliðsmaður í íslenska landsliðinu. Mér finnst hann ekki hafa staðið undir væntingum."

Hörður telur að Íslendingar eigi betri kosti í vinstri bakvarðarstöðuna en þá sem hafi leikið í þessum tveimur leikjum.

„Að mínu mati er Hjörtur Logi Valgarðsson besti vinstri bakvörður sem við eigum. Hann hefur kannski gengið í gegnum erfiða tíma hjá Gautaborg en furðulegt að hann hafi ekki verið valinn í þessa leiki. Svo finnst mér vinstri bakvörður númer tvö vera Kristinn Jónsson hjá Breiðabliki. Þetta er náttúrulega bara mitt mat."

Þetta unga lið lærir vonandi af tapinu
Hörður segir að það yrði mjög góður árangur að enda í 3. - 4. sæti riðilsins og segir sigurinn gegn Noregi sýna að það sé hægt að gera ýmislegt.

„Við erum með þessi þrjú stig. Riðillinn er jafn og við verðum að búa til góða heimavallarstemningu. Menn þurfa ekki að fara á aðra hliðina þó við höfum tapað þessum leik í gær. Það er fullt af leikjum eftir. Ég vona að menn læri þó af tapinu og komi einbeittari til leiks og meira á tánum því það eru erfiðir leikir framundan. Þetta unga lið lærir vonandi af þessu tapi á Kýpur," sagði Hörður Magnússon.

Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner