,,Það var mjög gaman að setja hann sláin inn," sagði Björgólfur Takefusa framherji Fylkis eftir 2-0 sigurinn á Selfyssingum í kvöld.
Björgólfur kom inn á sem varamaður og skoraði annað mark Fylkis með skalla sem fór í slána og niður en aðstoðardómarinn Halldór Breiðfjörð Jóhannsson flaggaði mark.
,,Ég var hræddur um að þeir myndu ekki dæma hann inni en ég er nokkuð viss um að hann hafi verið inni."
Björgólfur kom inn á sem varamaður og skoraði annað mark Fylkis með skalla sem fór í slána og niður en aðstoðardómarinn Halldór Breiðfjörð Jóhannsson flaggaði mark.
,,Ég var hræddur um að þeir myndu ekki dæma hann inni en ég er nokkuð viss um að hann hafi verið inni."
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 0 Selfoss
Þetta var fyrsta mark Björgólfs með Fylki í sumar. ,,Ég ætla að láta þetta duga," sagði Björgólfur léttur í bragði.
,,Það væri mjög gaman ef ég gæti farið að setja mörk fyrir liðið og gert eitthvað meira. Ég vona að við förum að vinna og komum okkur í góða stöðu."
Selfyssingar fengu tvö rauð spjöld í leiknum og Fylkismenn gengu á lagið og tryggðu sér sigurinn.
,,Við reyndum að halda boltanum og láta þá hlaupa. Auðvitað var þetta spes leikur en aðalmálið var þessi þrjú stig."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir