,,Ég er nokkuð sáttur við stigið meðað við að við gátum ekki rassgat í þessum leik í sjálfum sér. Þessi leikur var sýndur í hálfgerðum Dressman hraða í fyrri hálfleik og var ekki mikið að gerast þannig lagað sé en við reyndum að þjappa okkur saman í seinni hálfleik," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar eftir 1-1 jafntefli gegn Fram.
,,Við fórum ekkert í gang fyrr en við vorum manni færri og marki undir. Ég sé ekki brotið, en ég veit ekki hvað á að segja það verður bara að koma í ljós í sjónvarpinu. Sumir segja að þetta hafi verið víti og aðrir ekki. Hvort sem þú talar við Stjörnumann eða Framara, það er alltaf grimm ákvörðun að reka menn útaf."
,,Andskotinn hafi það maður við erum að vera búnir með þetta mót. Við ætluðum allt öðruvísi inn í þennan leik og koma marki snemma í leiknum en það tókst ekki og ég kann ekki skýringar á því að við gátum ekki rassgat í fyrri hálfleik."
,,KR-ingarnir eru svosem ekkert að þvælast fyrir okkur þarna, þeir eru hvort er komnir í Evrópukeppni en já gott stig meðað við hvernig allt fór í dag. Þetta er enn í okkar höndum að komast í þessa Evrópukeppni og ætla ég að vona að þessi leikur verði lærdómur fyrir okkur Stjörnumenn að við getum ekki farið í þessa tvo leiki sem eftir eru með þetta hugarfar sem við vorum með í dag."
,,Þið sjáið það að þetta eru rosalegir leikir. Það er hræðilegt að eiga þessi lið í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því að það er miklu betra að eiga bara FH og KR eftir heldur en þessi lið."
,,Við erum búnir að hlífa Garðari ágætlega, en núna tökum við aðeins meiri sénsa á honum og Dóra og það verður svo að koma í ljós hvernig við spilum úr því."
,,Þetta er bara skapheitur Tjalli. Ég hef ekkert talað við hann núna, en hann verður bara að fá að anda og svo ræðum við málin í kvöld eða á morgun," sagði Bjarni að lokum.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir