Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   fim 20. september 2012 21:44
Brynjar Ingi Erluson
Bjarni Jó: Þetta var á hálfgerðum Dressmann hraða
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Ég er nokkuð sáttur við stigið meðað við að við gátum ekki rassgat í þessum leik í sjálfum sér. Þessi leikur var sýndur í hálfgerðum Dressman hraða í fyrri hálfleik og var ekki mikið að gerast þannig lagað sé en við reyndum að þjappa okkur saman í seinni hálfleik," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar eftir 1-1 jafntefli gegn Fram.

,,Við fórum ekkert í gang fyrr en við vorum manni færri og marki undir. Ég sé ekki brotið, en ég veit ekki hvað á að segja það verður bara að koma í ljós í sjónvarpinu. Sumir segja að þetta hafi verið víti og aðrir ekki. Hvort sem þú talar við Stjörnumann eða Framara, það er alltaf grimm ákvörðun að reka menn útaf."

,,Andskotinn hafi það maður við erum að vera búnir með þetta mót. Við ætluðum allt öðruvísi inn í þennan leik og koma marki snemma í leiknum en það tókst ekki og ég kann ekki skýringar á því að við gátum ekki rassgat í fyrri hálfleik."

,,KR-ingarnir eru svosem ekkert að þvælast fyrir okkur þarna, þeir eru hvort er komnir í Evrópukeppni en já gott stig meðað við hvernig allt fór í dag. Þetta er enn í okkar höndum að komast í þessa Evrópukeppni og ætla ég að vona að þessi leikur verði lærdómur fyrir okkur Stjörnumenn að við getum ekki farið í þessa tvo leiki sem eftir eru með þetta hugarfar sem við vorum með í dag."

,,Þið sjáið það að þetta eru rosalegir leikir. Það er hræðilegt að eiga þessi lið í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því að það er miklu betra að eiga bara FH og KR eftir heldur en þessi lið."

,,Við erum búnir að hlífa Garðari ágætlega, en núna tökum við aðeins meiri sénsa á honum og Dóra og það verður svo að koma í ljós hvernig við spilum úr því."

,,Þetta er bara skapheitur Tjalli. Ég hef ekkert talað við hann núna, en hann verður bara að fá að anda og svo ræðum við málin í kvöld eða á morgun,"
sagði Bjarni að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner