,,Við erum ekki að gera þetta mjög auðvelt fyrir okkur í leikjum eins og þessum og í síðasta leik og leikjum í sumar þar sem við höfum verið að yfirspila liðið og náum ekki að skora annað markið," sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram eftir 0-1 sigur liðsins á Akranesi í kvöld.
,,Meira að segja harðasti skagamaður sem situr í stúkunni hérna megin eða hinum megin viðurkennir að staðan í hálfleik hefði átt að vera meira en 1-0 og í lokin kannski meira. En það er alltaf hætta þegar það er 1-0 og lítið eftir. Þá getur ýmislegt skeð."
,,Leikurinn var spilaður þannig að við spiluðum ekki á móti vindi í fyrri hálfleik heldur hávaðaroki. Sem er nú ansi oft hérna. Svo dettur vindurinn niður í seinni og leikurinn opnast fyrir vikið. Þá fórum við að reyna að spila betur. En leikurinn okkar í heild snerist um að reyna að ná í þrjú stig."
Framarar voru fyrir leik í bullandi fallbaráttu og þó staðan hafi vænkast í dag eru þeir ekki öryggir. En hvernig var að mótivera liðið í dag í þessari stöðu?
Það er ekkert erfiðara en hvað annað. Leikmenn gera sér grein fyrir hvað staðan er og það er undir einstaklingnum að undirbúa sig undir það. Það er voða lítið sem þú getur gert í því. Menn verða bara að takast á við það. Ég get ekkert stjórnað því hvort þeir tosi í bitið sitt og pissi í buxurnar eða komi hérna og berjist eins og ljón og vinni fyrir liðið."
Almarr Ormarsson fiskaði vítaspyrnu og tók hana sjálfur og klúðraði. En eiga menn sem fiska að taka spyrnuna?
,,Ég held að það séu hvergi skráðar reglur, hvorki lögreglureglur eða fótboltareglur um það. Það er bara maðurinn sem nær fyrst boltanum og ef hann treystir sér til að taka hana verður hann að reyna að skora en ef honum tekst það ekki þá er hann bölvaður kálfur."
Nánar er rætt við Þorvald í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir