,,Ég er svekktur að tapa þessu að sjálfsögðu. Við spiluðum tvo mjög ólíka hálfleik, við spiluðum fyrri hálfleikinn vel og komum inn í klefa og erum sammála um það að klára þetta með stæl, förum út á völl, en það var eitthvað allt annað í gangi þar," sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV eftir 2-1 tap gegn Fram.
,,Ég hef enga útskýringu á þessu. Fyrsta sem mér dettur í hug að það var kannski ekki nógu mikil gulrót fyrir okkur hvort sem það var annað sætið eða þriðja sætið. Evrópusætið var klárt og það virðist engu skipta hvort það sé annað eða þriðja."
,,Akkurat núna er það svekkjandi, en þú munt ekki muna eftir fimm ár hvort við lentum í öðru eða þriðja sæti. Það er kannski það sem blundar í mönnum, ég mæti í leikinn til þess að vinna og við ætluðum að klára þetta með stæl en það gerðist eitthvað í síðari hálfleik."
,,Framtíðin er óljós. Ég verð spenntur að sjá hvernig næstu dagar og næstu vikur munu þróast. Ég er ekki með neitt í höndunum. Er þetta ekki bara eðlilegt meðað við hvað undan er gengið hjá mér í sumar."
,,Þetta er búið að vera litríkt og maður er á milli tannana á fólki og maður verður bara að lifa með því. Svo er eðlilegt að menn velti fyrir sér hvar ég verð þar sem ég er samningslaus og ég er búinn að gefa út að ég verði ekki áfram hjá ÍBV, þannig það er eðlilegt að leigubílasögurnar fari af stað."
,,Ég ætla að djamma, nei ég veit það ekki ég slappa bara af. Þetta fer allt eftir því hvað stendur mér til boða, en ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar," sagði Tryggvi að lokum.
Athugasemdir