Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   lau 29. september 2012 16:17
Brynjar Ingi Erluson
Tryggvi Guðmundsson: Ég ætla að djamma í fríinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er svekktur að tapa þessu að sjálfsögðu. Við spiluðum tvo mjög ólíka hálfleik, við spiluðum fyrri hálfleikinn vel og komum inn í klefa og erum sammála um það að klára þetta með stæl, förum út á völl, en það var eitthvað allt annað í gangi þar," sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV eftir 2-1 tap gegn Fram.

,,Ég hef enga útskýringu á þessu. Fyrsta sem mér dettur í hug að það var kannski ekki nógu mikil gulrót fyrir okkur hvort sem það var annað sætið eða þriðja sætið. Evrópusætið var klárt og það virðist engu skipta hvort það sé annað eða þriðja."

,,Akkurat núna er það svekkjandi, en þú munt ekki muna eftir fimm ár hvort við lentum í öðru eða þriðja sæti. Það er kannski það sem blundar í mönnum, ég mæti í leikinn til þess að vinna og við ætluðum að klára þetta með stæl en það gerðist eitthvað í síðari hálfleik."

,,Framtíðin er óljós. Ég verð spenntur að sjá hvernig næstu dagar og næstu vikur munu þróast. Ég er ekki með neitt í höndunum. Er þetta ekki bara eðlilegt meðað við hvað undan er gengið hjá mér í sumar."

,,Þetta er búið að vera litríkt og maður er á milli tannana á fólki og maður verður bara að lifa með því. Svo er eðlilegt að menn velti fyrir sér hvar ég verð þar sem ég er samningslaus og ég er búinn að gefa út að ég verði ekki áfram hjá ÍBV, þannig það er eðlilegt að leigubílasögurnar fari af stað."

,,Ég ætla að djamma, nei ég veit það ekki ég slappa bara af. Þetta fer allt eftir því hvað stendur mér til boða, en ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar,"
sagði Tryggvi að lokum.
Athugasemdir
banner