Magnús Már Einarsson skrifar frá Albaníu

„Við erum í skýjunum með þessi úrslit, rigningin gerði okkur erfitt fyrir," sagði Gylfi Þór Sigurðsson eftir sigurinn magnaða gegn Albaníu í kvöld. Gylfi skoraði sigurmarkið í leiknum úr aukaspyrnu á 81. mínútu.
„Við erum ánægðir með kvöldið í kvöld. Það var góð tilfinning að skora þetta mark. Þetta var erfiður leikur, pirringur og dómarinn var ekkert sérstakur. Ofan á það var völlurinn ekki mjög góður," sagði Gylfi sem fagnaði með því að rífa sig úr að ofan.
„Þetta er mjög erfiður útivöllur og þetta er mjög fínt fyrir liðið. Sérstaklega eftir úrslitin gegn Kýpur. Þetta er örugglega versta veður sem ég hef spilað í."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir