Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   fim 18. október 2012 14:31
Elvar Geir Magnússon
Gunnleifur: Vil frekar fela hauskúpuna með kúluhattinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Breiðablik. Gunnleifur hefur undanfarin ár varið mark FH.

„Þetta var ekkert í spilunum, ég ræddi við FH-inga fyrst þegar tímabilinu var að ljúka. Það var meiningin að ég yrði áfram þar. Þegar þær samningaviðræður sigldu í strand kom þetta upp og Blikar buðu mér að koma hingað yfir," segir Gunnleifur.

Gunnleifur er uppalinn HK-ingur og mörgum þótt það óhugsandi að hann myndi einn daginn leika fyrir Breiðablik.

„Menn þroskast í þessu, menn hafa sagt ýmislegt í gegnum tíðina en það eru breyttir tímar."

„Þeir sem ég hef talað við varðandi þetta mál skilja mig mjög vel. Þetta er gott skref fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég er virkilega ánægður með að þeir líta svo á að ég eigi nokkur ár eftir í þessu. Það er einmitt það sem mér finnst. Ég er í landsliðshóp og ætla að vera áfram,"

Blikar stefna hátt og ætla að verða Íslandsmeistarar á næsta ári. Er ekki furðuleg tilhugsun að berjast við FH um titilinn á næsta ári?

„Ég veit að FH verður í baráttunni næstu árin um titilinn og ég vil að Breiðablik verði það líka. Ég vil taka það samt fram að ég er þakklátur öllum FH-ingum fyrir minn tíma hjá FH."

Gunnleifur er með HK-tattú.

„Ég skammast mín ekkert fyrir að vera með HK-tattú. Ég er uppalinn HK-ingur og þykir vænt um félagið. Ég myndi frekar vilja fela tattúið með hauskúpunni með kúluhattinn," sagði Gunnleifur kíminn.
Athugasemdir