Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 07. febrúar 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Bogi Ágústsson spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Bogi Ágústsson.
Bogi Ágústsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Arsenal vinnur Liverpool samkvæmt spá Boga.
Arsenal vinnur Liverpool samkvæmt spá Boga.
Mynd: Getty Images
Bogi hefur trú á að sínir menn í Tottenham vinni Everton.
Bogi hefur trú á að sínir menn í Tottenham vinni Everton.
Mynd: Getty Images
Ívar Guðmundsson, útvarpsmaður á Bylgjunni, jafnaði besta árangur vetrarins með því að fá sjö rétta þegar hann spáði í leikina í enska boltanum um síðustu helgi.

Bogi Ágústsson, fréttamaður á RÚV, spáir í spilin að þessu sinni.

Liverpool 1 - 2 Arsenal (12:45 á morgun)
Arsenal hefur spilað betur heldur en að menn áttu von á og mun betur en í fyrra. Liverpool menn voru ekki sannfærandi gegn WBA og ég held að Arsenal vinni þetta.

Aston Villa 2 - 0 West Ham (15:00 á morgun)
Bæði lið hafa sýnt ágæta leiki að undanförnu. Þetta gæti dottið hvoru megin sem er en ég held að heimavöllurinn skili Aston Villa sigri.

Chelsea 3 - 1 Newcastle (15:00 á morgun)
Chelsea er með miklu betra lið og klárar þetta. Eftir ágætt gengi Newcstle fyrr í vetur þá hefur dregið verulega af þeim.

Crystal Palace 2 - 1 WBA (15:00 á morgun)
Það hefur eitthvað gerst síðan að Tony Pulis tók við Palace.

Norwich 0 - 3 Manchester City (15:00 á morgun)
Chris Hughton, stjóri Norwich, var full back í mínu uppáhalds liði á sínum tíma en hans menn eiga ekki séns í olífurstana. Arabarnir hirða þetta 3-0.

Southampton 3 - 1 Stoke (15:00 á morgun)
Southampton er með flott lið og rosalega flotta leikmenn sem spila ljómandi skemmtilegan fótbolta. Stoke er alltaf í einhverjum leiðinlegum fótbolta og ég vona að Southampton taki þetta.

Sunderland 2 - 2 Hull (15:00 á morgun)
Hullararnir eru komnir með tvo nýja strikera sem virkuðu vel gegn Tottenham í leik sem þeir hefðu kannski átt að vinna. Þeir ná í eitt stig um helgina.

Swansea 2 - 0 Cardiff (17:30 á morgun)
Lið fá oft aukin kraft þegar skipt er um stjóra og Swansea vinnur þetta eftir að Michael Laudrup var rekinn.

Tottenham 1 - 0 Everton (13:30 á sunnudag)
Everton hefur spilað rosalega vel í vetur og betur en nokkur reiknaði með en Tottenham vinnur þetta 1-0.

Manchester United 2 - 1 Fulham (16:00 á sunnudag)
Manchester United klárar þetta þrátt fyrir að hafa ekki verið svipur á sjón hingað til.

Fyrri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ívar Guðmundsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Hjörvar Hafliðason - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Matthías Vilhjálmsson - 6 réttir
Kristján Guðmundsson - 5 réttir
Haukur Páll Sigurðsson - 5 réttir
Tómas Meyer - 5 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Ragna Björg Einarsdóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Magnús Halldórsson - 2 réttir
Athugasemdir
banner
banner
banner