Hörður Þórhallsson og Þorsteinn Roy Jóhannsson hjá framleiðslufyrirtækinu Beit eru komnir með nýtt og skemmtilegt myndband hér á Fótbolta.net.
Þeir félagar kíktu í Jóa Útherja og fengu gesti og gangandi þar til að til að taka Crossbar challenge á Jóa Útherja vellinum. Sigurvegarinn fékk svo að launum EM bolta.
Eftir það mættust Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stjörnunnar, og Þorsteinn í vítaspyrnukeppni. Markmið Veigars var að skora tvö mörk. Veigar náði að skora tvö mörk gegn Fylki í gærkvöldi en náði hann að gera slíkt hið sama gegn Þorsteini?
Hörður og Þorsteinn verða með regluleg innslög á Fótbolta.net á næstunni en þeir leita nú að nafni á þáttinn. Á Facebooksíðu Beit getur þú komið með tillögu að nafni
Beit er ungt og ferskt framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í örþáttum og kynningarefni á internetinu.
Sjá einnig:
Hvort fer Hólmbert eða Oliver í drekabúning?
Vítakeppni í risa stígvélum - Mysa og svið í refsingu
Athugasemdir