Heimild: Morgunblaðið
Víkingur Ólafsvík hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í Pepsi-deildinni og hefur króatíski sóknarmaðurinn Hrvoje Tokic vakið mikla athygli. Hann skoraði bæði mörk Ólsara í 2-1 sigrinum gegn Val á sunnudag.
Tokic var heldur betur á skotskónum þegar Ólsarar unnu 1. deildina í fyrra en þá skoraði hann 12 mörk í 8 deildarleikjum.
Tokic var heldur betur á skotskónum þegar Ólsarar unnu 1. deildina í fyrra en þá skoraði hann 12 mörk í 8 deildarleikjum.
Uppáhaldsmatur Tokic er pizza og er hann reglulegur gestur á Hrauni, sem er veitingastaður rétt hjá heimavelli Víkinga.
„Hann kann ekkert í eldhúsinu. Ég held að hann kunni ekki einu sinni að spæla egg. Þess vegna fór hann bara alltaf á Hraun og afrekaði það líklega fyrstur manna hér á landi að borða pizzu 21 dag í röð," segir Björn Pálsson, samherji Tokic, í skemmtilegu viðtali í Morgunblaðinu í morgun.
„Þá uppgötvaði hann að hægt væri að fá fisk líka á veitingastaðnum, og var alveg í skýjunum með það. Ég held að þeir hafi á endanum boðist til að elda bara venjulegan mat fyrir hann, en hann dældi svo sem alltaf inn mörkum þó að hann væri duglegur í pizzunum."
Claudio Ranieri, stjóri nýkrýndra Englandsmeistara Leicester, er einnig mikið fyrir pizzurnar en hann hefur verið duglegur við að halda pizzuveislur þegar hans lið hefur haldið marki sínu hreinu á tímabilinu,
Sjá einnig:
Smelltu hér til að sjá viðtal við Tokic eftir sigurinn gegn Val
Athugasemdir