Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Fótbolta nördinn - SÝN vs FH
Alfreð: Tækifæri sem var of gott til að segja nei við
Kjaftæðið - United slátraði borgarslagnum
Enski boltinn - Michael Carrick og Michael Scott
Tveggja Turna Tal - Björn Daníel Sverrisson, Part II
Kjaftæðið - Upphitun fyrir enska og fréttir vikunnar
Útvarpsþátturinn - Föstudagsfjör og Balkanbræður
Fótbolta nördinn - RÚV vs Víkingur
Kjaftæðið - Stóra bikarhelgin allsstaðar!
Enski boltinn - Hver á að endurlífga Man Utd?
Útvarpsþátturinn - Nýjustu sambýlismennirnir
Hugarburðarbolti GW 21 Var lesin eins og "Litla gula hænan"
Kjaftæðið - Arsenal er fancy Stoke
Tveggja Turna Tal - Aron Baldvin Þórðarson
Kjaftæðið - Amorim rekinn!
Enski boltinn - Kaldar nýárskveðjur og er Amorim búinn?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
Leiðin úr Lengjunni: Ótímabæra spáin
Útvarpsþátturinn - Fyrsta ótímabæra spáin og stjóraskipti Chelsea
Hugarburðarbolti GW 19 Hirðfíflið mætti í studio 1
banner
   mán 18. júlí 2016 08:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Grátlegt þegar lélegir útlendingar taka pláss frá ungum leikmönnum"
Arnar Bill er til vinstri á þessari mynd.
Arnar Bill er til vinstri á þessari mynd.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Ungir og efnilegir leikmenn hafa verið lítið áberandi það sem af er í Pepsi-deildinni og sárafáir kandídatar bítast um að vera valinn efnilegasti leikmaðurinn. Rætt var við Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóra KSÍ, í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær.

Hann tekur undir að það sé áhyggjuefni hve fáar mínútur ungir leikmenn eru að fá hér á landi.

„Það virðist vera of mikið í húfi svo að strákar fái tækifæri í meira en einn leik eða 20 mínútur. Menn hafa kannski fundið lykt af Evrópupeningum og reyna að fara í útlendinga til að ná þeim," segir Arnar.

Í Pepsi-deildinni má finna marga erlenda leikmenn sem eru einfaldlega slakir.

„Góðir útlendingar styrkja deildina sem er frábært og þeir æfa með ungu strákunum og gera þá betri. Það er engin spurning að góðir útlendingar gera gott fyrir deildina en á sama tíma er grátegt að horfa á lélega útlendinga taka pláss frá ungu leikmönnunum."

Hlustaðu á viðtalið við Arnar í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar segir Arnar meðal annars frá tillögu sem lögð hefur verið fram til að nýta peninga sem KSÍ fékk fyrir EM til að gera ungu leikmennina okkar betri.
Er það góð lausn hjá Man Utd að ráða Carrick út tímabilið?
Athugasemdir
banner
banner