Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. desember 2016 08:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Karius: Mér er alveg sama hvað Gary Neville segir
Karius horfir á eftir knettinum í netið gegn Bournemouth.
Karius horfir á eftir knettinum í netið gegn Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Lorius Karius, markmaður Liverpool, gerði sig sekan um slæm mistök gegn Bournemouth um síðustu helgi. Staðan var þá 3-3 og lítið eftir er Steve Cook, varnarmaður Bournemouth, átti skot sem hann varði beint fyrir fætur Nathan Ake sem átti ekki erfitt með að afreiða boltann í netið.

„Þetta voru mín mistök, það er ekki spurning. Ég reyndi að grípa boltann og þetta leit verr út í sjónvarpinu en þetta var og það er leiðinlegt að þetta kostaði okkur stig," sagði Þjóðverjinn um atvikið.

Sparkspekingar eins og Gary Neville og Jamie Carragher gagnrýndu markmanninn fyrir mistökin en hann kippir sér lítið upp við það en Neville sagði m.a að Karius liti ekki út fyrir að vera markmaður Liverpool.

„Carragher var lengi leikmaður Liverpool svo hann var kannski svolítið pirraður. Hann er eflaust enn stuðningsmaður liðsins og ég verð að sætta mig við hans gagnrýni. Mér er svo alveg sama hvað Gary Neville sagði. Hann var frábær leikmaður, svo varð hann þjálfari svo núna er hann orðinn spekingur aftur," sagði hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner