Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
   sun 30. apríl 2017 19:44
Matthías Freyr Matthíasson
Heimir Guðjóns: Ef þetta á að vera gult yrði enginn eftir á vellinum
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„ Nei alls ekki. Þetta er mjög erfiður útivöllur á móti mjög vel skipuðu Skagaliði og þeir voru hættulegir í skyndisóknum og svo fengu þeir þess að auki að skora tvö mörk og þeir fengu ágætis færi"
Sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH aðspurður um hvort að sigur liðsins á ÍA hefði ekki verið viðbúinn.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  4 FH

„Mér fannst þetta brot verðskulda gult spjald. En það sem gerðist á eftir var aldrei gult spjald. Ef það á að vera gult að þá náttúrulega væri enginn eftir inni á vellinum eftir svona 60 mínútur.

Við þurfum ef við ætlum að halda áfram að spila þetta kerfi í næsta leik. Þá þurfum við að finna betra jafnvægi í varnarleiknum. Það var á köflum bæði í fyrri og seinni hálfleik þar sem þeir opnuðu okkur full auðveldlega"


Tobias Salquist sem lék með Fjölni í fyrra hefur verið orðaður við FH er eitthvað til í því?

„ Það kemur í ljós í næstu viku. En þið verðir fyrstir til að frétta það"
Athugasemdir
banner
banner