fim 04. maí 2017 09:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 2. sæti
Fylkismönnum er spáð beint aftur upp í Pepsi-deildina.
Fylkismönnum er spáð beint aftur upp í Pepsi-deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Albert Brynjar Ingason.
Albert Brynjar Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ásgeir Börkur Ásgeirsson.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. Keflavík 230 stig
2. Fylkir 222 stig
3. Þróttur R. 204 stig
4. Þór 161 stig
5. Selfoss 159 stig
6. Leiknir R. 141 stig
7. Fram 124 stig
8. Haukar 120 stig
9. HK 93 stig
10. ÍR 54 stig
11. Leiknir F. 41 stig
12. Grótta 35 stig

2. Fylkir
Lokastaða í fyrra: 11. sæti í Pepsi-deildinni
Fylkir féll úr Pepsi-deildinni í fyrra eftir að hafa verið samfleytt í efstu deild síðan árið 2000. Fylkir fagnar 50 ára afmæli sínu í sumar og markmiðið í Árbænum er að endurheimta úrvalsdeildarsætið.

Þjálfarinn: Fyrrum landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson lét af störfum eftir fallið síðastliðið haust. Annar fyrrum landsliðsmaður, Helgi Sigurðsson, er núna í brúnni. Þessi gamalreyndi markaskorari hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari hjá Víkingi R.

Styrkleikar: Fylkishjartað er stórt í hópnum en langflestir leikmenn eru uppaldir í Árbænum og vilja ólmir koma félaginu aftur upp í efstu deild. Leikmannahópurinn er öflugur og breiddin með því mesta sem gerist í Inkasso-deildinni. Fylkir getur auðveldlega gert breytingar í miðjum leik eða á milli leikja án þess að veikja liðið mikið. Sóknarlínan er spennandi en Albert Brynjar Ingason er áfram í Árbænum ásamt því að Hákon Ingi Jónsson er kominn aftur til Fylkis eftir að hafa raðað inn mörkum með HK í fyrra.

Veikleikar: Markmannsstaðan er spurningamerki en mikið flakk hefur verið á henni í vetur og hvorki Aron Snær Friðriksson né Ólafur Íshólm Ólafsson hafa náð að festa sig í sessi í markinu. Helgi er á sínu fyrsta ári sem þjálfari meistaraflokks og hans bíður krefjandi verkefni á fyrsta ári. Tímabilið í fyrra reyndi mikið á andlegu hliðina hjá Fylkismönnum og spurning er hvernig þeir bregðast við ef að það fer að blása á móti í sumar.

Lykilmenn: Albert Brynjar Ingason, Andrés Már Jóhannesson, Ásgeir Börkur Ásgeirsson.

Gaman að fylgjast með: Ari Leifsson og Orri Sveinn Segatta eru tveir ungir miðverðir sem gætu fengið að láta ljós sitt skína í sumar. Voru báðir í U21 árs landsliðshópnum í mars.

Komnir:
Aron Snær Friðriksson frá Breiðabliki
Davíð Þór Ásbjörnsson frá Þrótti R.
Hákon Ingi Jónsson frá HK
Kristófer Páll Viðarsson frá Víkingi R. á láni

Farnir:
Alvaro Montejo Calleja í ÍBV
Arnar Bragi Bergsson í Oddevold
Garðar Jóhannsson í KR
Marko Pridigar
Ragnar Bragi Sveinsson í Víking R.
Reynir Haraldsson í ÍR
Sito til Ottawa Fury
Sonni Ragnar Nattestad í FH (Var á láni)
Tonci Radovnikovic til Möltu
Tómas Joð Þorsteinsson
Víðir Þorvarðarson í Þrótt

Fyrstu leikir Fylkis
6. maí Fylkir - Þór
12. maí Grótta - Fylkir
21. maí Fylkir - Keflavík
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner