þri 08. ágúst 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Lárus Orri spáir í 14. umferð Pepsi-deildarinnar
Lárus Orri Sigurðsson.
Lárus Orri Sigurðsson.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Einar Örn Jónsson fékk tvo rétta þegar hann spáði í leikina í Pepsi-deildinni í síðustu viku.

Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari Þórs, spáir í leikina í fjórtándu umferðinni sem fer fram í dag og á morgun.

Víkingur R . 2 - 0 ÍBV (18:00 í kvöld)
Er ekki þriðjudagur eftir versló?

FH 2 - 1 Valur (19:15 í kvöld)
Ef maður hlustar á viðtalið við Heimi eftir síðasta leik þá held ég að það sé ljóst að FH er að fara að vinna þennan leik.

ÍA 1 - 3 KR (19:15 í kvöld)
Þó að það sé mikill Skagamaður í manni og maður vill að skaginn fari að hala inn stig þá held ég að KR sé of stór biti.

Fjölnir 1 - 3 KA (18:00 á morgun)
KA er með of sterkt lið fyrir Fjölni. Mannskapurinn hjá KA er gríðarlega öflugur og þeir sigla þessu auðveldlega í land.

Víkingur Ó. 2 - 0 Grindavík (19:15 á morgun)
Grindvíkingarnir eru alveg heillum horfnir og tapa fjórða leiknum í röð.

Stjarnan 2 - 3 Breiðablik (20:00 á morgun)
Ég held að Blikarnir haldi áfram runi og taki Stjörnuna á heimavelli í skemmtilegum leik. Stjarnan hefur verið að hiksta.

Sjá einnig:
Aron Sigurðarson - 4 réttir
Hjörtur Hjartarson - 4 réttir
Ingólfur Sigurðsson - 4 réttir
Rikki G - 4 réttir
Benedikt Bóas og Stefán Árni - 3 réttir
Egill Ploder - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Einar Örn Jónsson - 2 réttir
Tryggvi Guðmundsson - 2 réttir
Sóli Hólm - 2 réttir
Hörður Björgvin Magnússon - 1 réttur
Kjartan Atli Kjartansson - 1 réttur
Hjálmar Örn Jóhannsson - 0 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner