Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 21. júlí 2019 21:38
Egill Sigfússon
Bjöggi Stef: Ef ég væri hræddur við samkeppni væri ég ekki í KR
Björgvin spilaði sinn fyrsta leik í deild eftir langt leikbann
Björgvin spilaði sinn fyrsta leik í deild eftir langt leikbann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR fékk Stjörnuna í heimsókn á Meistaravelli í kvöld í 13.umferð Pepsí Max-deildarinnar. Liðin skildu jöfn 2-2 eftir að Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin á þriðju mínútu uppbótartímans.

Björgvin Stefánsson spilaði sinn fyrsta leik í kvöld fyrir KR í langan tíma í deildinni og skoraði gott mark eftir að hann kom inná. Björgvin segist vera í toppstandi og er mjög ánægður með að vera kominn aftur á völlinn.

Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Stjarnan

„Það er rosalega gott að vera kominn tilbaka, kærkomið og mjög gott að stimpla sig inn með marki. Auðvitað hefði maður viljað að það hefði talið meira en jú það er alltaf gaman að skora. Mér líður mjög vel á vellinum, ég náði 90 mínútum gegn Molde heima á fimmtudaginn og mér líður rosalega vel í líkanum."

Björgvin segir að það sé alls ekki öruggt að þeir vinni titilinn en líður þó vel á toppnum og lýst vel á framhaldið.

„Mér lýst mjög vel á framhaldið, ég er mjög jákvæður. Við vorum hvorki að vinna titilinn né tapa honum hér í kvöld. Deildin er það opin að þrátt fyrir að við séum með nokkur stiga forrystu á toppnum er þetta langt frá því að vera búið."

KR keypti Kristján Flóka Finnbogason frá Start á dögunum og segist Bjöggi fagna samkeppni um framherjastöðuna og býður Kristján Flóka velkomin í KR.

„Mér lýst mjög vel á samkeppnina, maður fagnar því alltaf að fá góða leikmenn til liðsins og Flóki er mjög góður leikmaður. Ef ég væri hræddur við samkeppni væri ég ekki í KR."
Athugasemdir