Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 21. júlí 2019 21:38
Egill Sigfússon
Bjöggi Stef: Ef ég væri hræddur við samkeppni væri ég ekki í KR
Björgvin spilaði sinn fyrsta leik í deild eftir langt leikbann
Björgvin spilaði sinn fyrsta leik í deild eftir langt leikbann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR fékk Stjörnuna í heimsókn á Meistaravelli í kvöld í 13.umferð Pepsí Max-deildarinnar. Liðin skildu jöfn 2-2 eftir að Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin á þriðju mínútu uppbótartímans.

Björgvin Stefánsson spilaði sinn fyrsta leik í kvöld fyrir KR í langan tíma í deildinni og skoraði gott mark eftir að hann kom inná. Björgvin segist vera í toppstandi og er mjög ánægður með að vera kominn aftur á völlinn.

Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Stjarnan

„Það er rosalega gott að vera kominn tilbaka, kærkomið og mjög gott að stimpla sig inn með marki. Auðvitað hefði maður viljað að það hefði talið meira en jú það er alltaf gaman að skora. Mér líður mjög vel á vellinum, ég náði 90 mínútum gegn Molde heima á fimmtudaginn og mér líður rosalega vel í líkanum."

Björgvin segir að það sé alls ekki öruggt að þeir vinni titilinn en líður þó vel á toppnum og lýst vel á framhaldið.

„Mér lýst mjög vel á framhaldið, ég er mjög jákvæður. Við vorum hvorki að vinna titilinn né tapa honum hér í kvöld. Deildin er það opin að þrátt fyrir að við séum með nokkur stiga forrystu á toppnum er þetta langt frá því að vera búið."

KR keypti Kristján Flóka Finnbogason frá Start á dögunum og segist Bjöggi fagna samkeppni um framherjastöðuna og býður Kristján Flóka velkomin í KR.

„Mér lýst mjög vel á samkeppnina, maður fagnar því alltaf að fá góða leikmenn til liðsins og Flóki er mjög góður leikmaður. Ef ég væri hræddur við samkeppni væri ég ekki í KR."
Athugasemdir
banner
banner
banner