Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   sun 21. júlí 2019 21:38
Egill Sigfússon
Bjöggi Stef: Ef ég væri hræddur við samkeppni væri ég ekki í KR
Björgvin spilaði sinn fyrsta leik í deild eftir langt leikbann
Björgvin spilaði sinn fyrsta leik í deild eftir langt leikbann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR fékk Stjörnuna í heimsókn á Meistaravelli í kvöld í 13.umferð Pepsí Max-deildarinnar. Liðin skildu jöfn 2-2 eftir að Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin á þriðju mínútu uppbótartímans.

Björgvin Stefánsson spilaði sinn fyrsta leik í kvöld fyrir KR í langan tíma í deildinni og skoraði gott mark eftir að hann kom inná. Björgvin segist vera í toppstandi og er mjög ánægður með að vera kominn aftur á völlinn.

Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Stjarnan

„Það er rosalega gott að vera kominn tilbaka, kærkomið og mjög gott að stimpla sig inn með marki. Auðvitað hefði maður viljað að það hefði talið meira en jú það er alltaf gaman að skora. Mér líður mjög vel á vellinum, ég náði 90 mínútum gegn Molde heima á fimmtudaginn og mér líður rosalega vel í líkanum."

Björgvin segir að það sé alls ekki öruggt að þeir vinni titilinn en líður þó vel á toppnum og lýst vel á framhaldið.

„Mér lýst mjög vel á framhaldið, ég er mjög jákvæður. Við vorum hvorki að vinna titilinn né tapa honum hér í kvöld. Deildin er það opin að þrátt fyrir að við séum með nokkur stiga forrystu á toppnum er þetta langt frá því að vera búið."

KR keypti Kristján Flóka Finnbogason frá Start á dögunum og segist Bjöggi fagna samkeppni um framherjastöðuna og býður Kristján Flóka velkomin í KR.

„Mér lýst mjög vel á samkeppnina, maður fagnar því alltaf að fá góða leikmenn til liðsins og Flóki er mjög góður leikmaður. Ef ég væri hræddur við samkeppni væri ég ekki í KR."
Athugasemdir
banner