Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   sun 21. júlí 2019 21:38
Egill Sigfússon
Bjöggi Stef: Ef ég væri hræddur við samkeppni væri ég ekki í KR
Björgvin spilaði sinn fyrsta leik í deild eftir langt leikbann
Björgvin spilaði sinn fyrsta leik í deild eftir langt leikbann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR fékk Stjörnuna í heimsókn á Meistaravelli í kvöld í 13.umferð Pepsí Max-deildarinnar. Liðin skildu jöfn 2-2 eftir að Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin á þriðju mínútu uppbótartímans.

Björgvin Stefánsson spilaði sinn fyrsta leik í kvöld fyrir KR í langan tíma í deildinni og skoraði gott mark eftir að hann kom inná. Björgvin segist vera í toppstandi og er mjög ánægður með að vera kominn aftur á völlinn.

Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Stjarnan

„Það er rosalega gott að vera kominn tilbaka, kærkomið og mjög gott að stimpla sig inn með marki. Auðvitað hefði maður viljað að það hefði talið meira en jú það er alltaf gaman að skora. Mér líður mjög vel á vellinum, ég náði 90 mínútum gegn Molde heima á fimmtudaginn og mér líður rosalega vel í líkanum."

Björgvin segir að það sé alls ekki öruggt að þeir vinni titilinn en líður þó vel á toppnum og lýst vel á framhaldið.

„Mér lýst mjög vel á framhaldið, ég er mjög jákvæður. Við vorum hvorki að vinna titilinn né tapa honum hér í kvöld. Deildin er það opin að þrátt fyrir að við séum með nokkur stiga forrystu á toppnum er þetta langt frá því að vera búið."

KR keypti Kristján Flóka Finnbogason frá Start á dögunum og segist Bjöggi fagna samkeppni um framherjastöðuna og býður Kristján Flóka velkomin í KR.

„Mér lýst mjög vel á samkeppnina, maður fagnar því alltaf að fá góða leikmenn til liðsins og Flóki er mjög góður leikmaður. Ef ég væri hræddur við samkeppni væri ég ekki í KR."
Athugasemdir
banner
banner