Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
banner
   sun 21. júlí 2019 21:38
Egill Sigfússon
Bjöggi Stef: Ef ég væri hræddur við samkeppni væri ég ekki í KR
Björgvin spilaði sinn fyrsta leik í deild eftir langt leikbann
Björgvin spilaði sinn fyrsta leik í deild eftir langt leikbann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR fékk Stjörnuna í heimsókn á Meistaravelli í kvöld í 13.umferð Pepsí Max-deildarinnar. Liðin skildu jöfn 2-2 eftir að Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin á þriðju mínútu uppbótartímans.

Björgvin Stefánsson spilaði sinn fyrsta leik í kvöld fyrir KR í langan tíma í deildinni og skoraði gott mark eftir að hann kom inná. Björgvin segist vera í toppstandi og er mjög ánægður með að vera kominn aftur á völlinn.

Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Stjarnan

„Það er rosalega gott að vera kominn tilbaka, kærkomið og mjög gott að stimpla sig inn með marki. Auðvitað hefði maður viljað að það hefði talið meira en jú það er alltaf gaman að skora. Mér líður mjög vel á vellinum, ég náði 90 mínútum gegn Molde heima á fimmtudaginn og mér líður rosalega vel í líkanum."

Björgvin segir að það sé alls ekki öruggt að þeir vinni titilinn en líður þó vel á toppnum og lýst vel á framhaldið.

„Mér lýst mjög vel á framhaldið, ég er mjög jákvæður. Við vorum hvorki að vinna titilinn né tapa honum hér í kvöld. Deildin er það opin að þrátt fyrir að við séum með nokkur stiga forrystu á toppnum er þetta langt frá því að vera búið."

KR keypti Kristján Flóka Finnbogason frá Start á dögunum og segist Bjöggi fagna samkeppni um framherjastöðuna og býður Kristján Flóka velkomin í KR.

„Mér lýst mjög vel á samkeppnina, maður fagnar því alltaf að fá góða leikmenn til liðsins og Flóki er mjög góður leikmaður. Ef ég væri hræddur við samkeppni væri ég ekki í KR."
Athugasemdir
banner
banner
banner