Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 30. júlí 2019 10:15
Arnar Daði Arnarsson
Haukar fá Hörð Mána og Sigurjón Má (Staðfest)
Haukar mæta Þrótti í kvöld.
Haukar mæta Þrótti í kvöld.
Mynd: Hulda Margrét
Haukar hafa fengið vinstri bakvörðinn Hörð Mána Ásmundsson á láni frá HK, varnarmanninn Sigurjón Má Markússon frá Vængjum Júpíters og Birki Örn Sigurðsson frá Augnabliki.

Allir eru þeir komnir með leikheimild með Haukum og eru því löglegir með liðinu í leiknum gegn Þrótti R. í 15. umferð Inkasso-deildarinnar í kvöld.

Hörður Máni hefur komið við sögu í 10 leikjum hjá Augnabliki í 3. deildinni í sumar þar sem hann var á láni frá HK. Hann á einnig tvo leiki að baki með Ými í 4. deildinni sumrin 2017 og 2016.

Sigurjón Már hefur skorað tvö mörk í þrettán leikjum með Vængjum Júpíters í 3. deildinni í sumar en hann á einn leik að baki í Pepsi-deildinni með Fjölni á ferli sínum.

Birkir Örn kemur frá Augnabliki en hann hefur komið við sögu í tveimur leikjum liðsins í sumar. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki.

Haukar lánuðu á dögunum miðvörðinn Alexander Frey Sindrason í HK en Haukaliðið er í mikilli fallbaráttu með 14 stig í 9. sæti deildarinnar. Fjórum stigum frá fallsæti.

Fjórir leikir fara fram í Inkasso-deildinni í kvöld. Haukar fara í Laugardalinn og heimsækja Þrótt klukkan 19:15.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner