Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. september 2019 09:38
Magnús Már Einarsson
Klopp og Van Dijk til Spánar?
Powerade
Spænsku risarnir vilja fá Klopp.
Spænsku risarnir vilja fá Klopp.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin gefa ekkert eftir. Ný vika og nýr slúðurpakki!



Real Madrid og Barcelona ætla bæði að reyna að fá Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, og varnarmanninn Virgil van Dijk (28) með honum. (AS)

Manchester United er tilbúið að gera David De Gea (28) að launahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar til að hann geri nýjan samning. (Times)

Christian Eriksen (27) ætlar að hafna öllum nýjum samningstilboðum frá Tottenham. Hann vill frekar fara frítt til Real Madrid næsta sumar. (Marca)

Eden Hazard (28) og Thibaut Coutois (27), leikmenn Real Madrid, vilja fá fyrrum liðsfélaga sinn N'Golo Kante (28) til spænska félagsins. (Sun)

Real Madrid gæti boðið Toni Kroos (29) til Manchester United í skiptum fyrir Paul Pogba (26). (FourFourTwo)

Arsenal virðist ætla að vinna kapphlaupið um Logan Pye (15) leikmann Sunderland en hann þykir mjög efnilegur. (Sun)

Nemanja Matic (31) miðjumaður Manchester United er á óskalista Juventus fyrir janúar. (Mirror)

Manchester United sendi njósnara til að skoða Vedat Muriqi (25) framherja Kosóvó í leiknum gegn Englandi í síðustu viku. Muriqi er á mála hjá Fenerbahce í Tyrklandi. (Express)

Tammy Abraham (21) framherji Chelsea hefur ekki útilokað að spila fyrir nígeríska landsliðið í framtíðinni frekar en það enska. (Times)

Unai Emery, stjóri Arsenal, segist hafa verið við hliðina á Javi Gracia þegar Watford rak hann á dögunum. (Metro)
Athugasemdir
banner
banner
banner