Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. október 2019 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emil bíður eftir rétta tilboðinu - „Tvö ár eftir í hæsta klassa"
Emil í landsleik.
Emil í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er í skemmtilegu innslagi á RÚV í kvöld.

Emil er félagslaus og hefur verið það síðan samningur hans við ítalska úrvalsdeildarfélagið Udinese rann út eftir síðustu leiktíð.

RÚV fylgdi Emil eftir í einn dag, en hann er á Íslandi þessa dagana og bíður eftir rétta tilboðinu.

Í innslaginu fer Emil meðal annars á æfingu með bróður sínum Hákoni í Kaplakrika, en Emil fékk að æfa með FH á meðan Pepsi Max-deildin var í gangi.

Hann fer einnig í sjúkraþjálfun hjá Friðriki Ellerti Jónssyni, sjúkraþjálfara landsliðsins.

„Í mínum huga á Emil eftir að minnsta kosti tvö ár í hæsta klassa. Af hverju segi ég það að hann eigi alla vega tvö ár eftir, orðinn 35 ára? Aðalástæðan fyrir því er að hann hugsar gríðarlega vel um sig. Hann gerir fullt af aukaæfingum og hugsar vel um að gera forvarnaræfingar. Svo passar hann líka vel upp á aðra hluti eins og mataræðið og svefninn og svoleiðis. Þannig að ég fullyrði það að hann á tvö ár eftir," segir Friðrik.

Emil segist hafa hafnað tilboðum frá löndum sem hann er ekki tilbúinn að flytja til.

„Ég hef fengið einhver tilboð frá löndum sem ég er bara ekki alveg tilbúinn í að fara með fjölskylduna, einhvers staðar lengst úti í heimi. En þau eru ekkert mörg, bara nokkur sem ég afþakkaði strax. Eg er alltaf að vona að Ítalía detti inn, en samt sem áður er ég alveg farinn að opna hugann fyrir öllu núna eiginlega. En ég er mjög ólíklega að fara með fjölskylduna til Indónesíu eða eitthvað álíka."

„Einhvern tímann fyrr í sumar hefði maður getað verið búinn að skrifa undir eitthvað, en var þá að búast við einhverju betra. Einhverju sem maður hefði kannski tekið í dag. En það er bara eins og gengur og gerist, maður velur og hafnar. Það er bara að halda áfram."

„Núna er umboðsmaðurinn í því að sjá hvaða möguleikar eru í boði. Maður bíður í raun bara daglega eftir einhverjum nýjum upplýsingum."

Innslagið má sjá í heild sinni hérna.
Emil Hallfreðs: Þetta hefur gengið miklu hægar en ég átti von á
Athugasemdir
banner
banner
banner