Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mán 15. ágúst 2022 22:44
Stefán Marteinn Ólafsson
Danijel Djuric: Vitum hvernig Blikar eru, þeir brotna einhvern tímann
Danijel Djuric fær orð í eyra frá samherja sínum í kvöld.
Danijel Djuric fær orð í eyra frá samherja sínum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslands og bikarmeistarar Víkings heimsóttu Íslandsmeistaraefnin í Breiðablik nú í kvöld þegar 17.umferð Bestu deildar karla lauk.

Víkingar gátu með sigri minnkað forskot Breiðabliks niður í 5 stig með leik til góða til að minnka muninn ennþá neðar en urðu að sætta sig við sannkallað stórmeistarajafntefli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Já og nei einhvern veginn. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en við komum í seinni hálfleik og skoruðum mark og gátum skorað annað. Svekkjandi eftir leik finnst mér," sagði Danijel Djuric markaskorari Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Seinni hálfleikur var miklu meira spil og við vorum í gangi. Fyrri hálfleikur var mikið stopp sem var leiðinlegt því við viljum spila fótbolta, við í Víking viljum spila fótbolta og í seinni hálfleik þá spiluðum við meiri fótbolta og vorum betri fannst mér."

„Fyrri hálfleikurinn var þeirra en seinni hálfleikur var okkar. Við erum að pressa á þá. Við vitum hvernig Blikar eru, þeir brotna einhvern tímann," sagði Danijel, en hann er fyrrum leikmaður Breiðabliks.

„Auðvitað eru allir fótboltaleikir úrslitaleikir fyrir okkur þannig það var ekki einhver extra pressa, þetta var bara fótboltaleikur og við áttum að vinna hann," sagði Danijel aðspurður hvort að liðið hafi nálgast þennan leik eins og úrslitaleik.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner