Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   mán 15. ágúst 2022 22:44
Stefán Marteinn Ólafsson
Danijel Djuric: Vitum hvernig Blikar eru, þeir brotna einhvern tímann
Danijel Djuric fær orð í eyra frá samherja sínum í kvöld.
Danijel Djuric fær orð í eyra frá samherja sínum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslands og bikarmeistarar Víkings heimsóttu Íslandsmeistaraefnin í Breiðablik nú í kvöld þegar 17.umferð Bestu deildar karla lauk.

Víkingar gátu með sigri minnkað forskot Breiðabliks niður í 5 stig með leik til góða til að minnka muninn ennþá neðar en urðu að sætta sig við sannkallað stórmeistarajafntefli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Já og nei einhvern veginn. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en við komum í seinni hálfleik og skoruðum mark og gátum skorað annað. Svekkjandi eftir leik finnst mér," sagði Danijel Djuric markaskorari Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Seinni hálfleikur var miklu meira spil og við vorum í gangi. Fyrri hálfleikur var mikið stopp sem var leiðinlegt því við viljum spila fótbolta, við í Víking viljum spila fótbolta og í seinni hálfleik þá spiluðum við meiri fótbolta og vorum betri fannst mér."

„Fyrri hálfleikurinn var þeirra en seinni hálfleikur var okkar. Við erum að pressa á þá. Við vitum hvernig Blikar eru, þeir brotna einhvern tímann," sagði Danijel, en hann er fyrrum leikmaður Breiðabliks.

„Auðvitað eru allir fótboltaleikir úrslitaleikir fyrir okkur þannig það var ekki einhver extra pressa, þetta var bara fótboltaleikur og við áttum að vinna hann," sagði Danijel aðspurður hvort að liðið hafi nálgast þennan leik eins og úrslitaleik.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner