Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   mán 15. ágúst 2022 22:44
Stefán Marteinn Ólafsson
Danijel Djuric: Vitum hvernig Blikar eru, þeir brotna einhvern tímann
Danijel Djuric fær orð í eyra frá samherja sínum í kvöld.
Danijel Djuric fær orð í eyra frá samherja sínum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslands og bikarmeistarar Víkings heimsóttu Íslandsmeistaraefnin í Breiðablik nú í kvöld þegar 17.umferð Bestu deildar karla lauk.

Víkingar gátu með sigri minnkað forskot Breiðabliks niður í 5 stig með leik til góða til að minnka muninn ennþá neðar en urðu að sætta sig við sannkallað stórmeistarajafntefli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Já og nei einhvern veginn. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en við komum í seinni hálfleik og skoruðum mark og gátum skorað annað. Svekkjandi eftir leik finnst mér," sagði Danijel Djuric markaskorari Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Seinni hálfleikur var miklu meira spil og við vorum í gangi. Fyrri hálfleikur var mikið stopp sem var leiðinlegt því við viljum spila fótbolta, við í Víking viljum spila fótbolta og í seinni hálfleik þá spiluðum við meiri fótbolta og vorum betri fannst mér."

„Fyrri hálfleikurinn var þeirra en seinni hálfleikur var okkar. Við erum að pressa á þá. Við vitum hvernig Blikar eru, þeir brotna einhvern tímann," sagði Danijel, en hann er fyrrum leikmaður Breiðabliks.

„Auðvitað eru allir fótboltaleikir úrslitaleikir fyrir okkur þannig það var ekki einhver extra pressa, þetta var bara fótboltaleikur og við áttum að vinna hann," sagði Danijel aðspurður hvort að liðið hafi nálgast þennan leik eins og úrslitaleik.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner