Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mán 15. ágúst 2022 22:44
Stefán Marteinn Ólafsson
Danijel Djuric: Vitum hvernig Blikar eru, þeir brotna einhvern tímann
Danijel Djuric fær orð í eyra frá samherja sínum í kvöld.
Danijel Djuric fær orð í eyra frá samherja sínum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslands og bikarmeistarar Víkings heimsóttu Íslandsmeistaraefnin í Breiðablik nú í kvöld þegar 17.umferð Bestu deildar karla lauk.

Víkingar gátu með sigri minnkað forskot Breiðabliks niður í 5 stig með leik til góða til að minnka muninn ennþá neðar en urðu að sætta sig við sannkallað stórmeistarajafntefli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Já og nei einhvern veginn. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en við komum í seinni hálfleik og skoruðum mark og gátum skorað annað. Svekkjandi eftir leik finnst mér," sagði Danijel Djuric markaskorari Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Seinni hálfleikur var miklu meira spil og við vorum í gangi. Fyrri hálfleikur var mikið stopp sem var leiðinlegt því við viljum spila fótbolta, við í Víking viljum spila fótbolta og í seinni hálfleik þá spiluðum við meiri fótbolta og vorum betri fannst mér."

„Fyrri hálfleikurinn var þeirra en seinni hálfleikur var okkar. Við erum að pressa á þá. Við vitum hvernig Blikar eru, þeir brotna einhvern tímann," sagði Danijel, en hann er fyrrum leikmaður Breiðabliks.

„Auðvitað eru allir fótboltaleikir úrslitaleikir fyrir okkur þannig það var ekki einhver extra pressa, þetta var bara fótboltaleikur og við áttum að vinna hann," sagði Danijel aðspurður hvort að liðið hafi nálgast þennan leik eins og úrslitaleik.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner