Hinn 21 árs gamli miðvörður, Benoit Badiashile, var ekki í hóp hjá Monaco sem vann Brest 1-0 í frönsku deildinni í dag en hann er á leiðinni til Chelsea.
Samkvæmt erlendum fjölmiðlum fer hann á leið til London og fer í læknisskoðun hjá Chelsea á morgun og kaupin ganga svo í gegn í framhaldinu af því.
Graham Potter stjóri Chelsea var spurður út í Badiashile eftir jafntefli Chelsea gegn Nottingham Forest í kvöld.
„Þangað til einhver segi mér að hann sé búinn að skrifa undir er ósanngjarnt af mér að tjá mig," sagði Potter.
Athugasemdir