lau 01. febrúar 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrirliðinn Gylfi með stoðsendingu - Fær 6 í einkunn
Gylfi fagnar með Yerry Mina og Richarlison.
Gylfi fagnar með Yerry Mina og Richarlison.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur í byrjunarlið Everton, var fyrirliði og spilaði 66 mínútur í 3-2 sigri á Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gylfi átti stoðsendingu að marki Yerry Mina undir lok fyrri hálfleiks. Everton kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir og vann leikinn 3-2. Theo Walcott skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Flott endurkoma hjá Everton sem var einum færri frá 71. mínútu eftir að Fabian Delph fékk að líta sitt annað gula spjald.

Gylfi fær 6 í einkunn frá Liverpool Echo fyrir frammistöðu sína.

„Átti í vandræðum til að byrja með en staðsetningar hans bötnuðu þegar leið á leikinn. Í seinni hálfleiknum var vélin hans á miðjunni lykilatriði í leik Everton þangað til honum var skipt af velli. Fín frammistaða í stöðu sem hann þekkir kannski ekki rosalega vel," segir Adam Jones um Gylfa.

Gylfi spilaði inn á miðjunni með Delph í 4-4-2 kerfi. Delph fær 4 í einkunn hjá Liverpool Echo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner