Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 01. febrúar 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Joe Hart ekki spilað úrvalsdeildarleik í 400 daga
Hart vermir varamannabekkinn hjá Burnley.
Hart vermir varamannabekkinn hjá Burnley.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola taldi sig ekki hafa not fyrir Hart.
Pep Guardiola taldi sig ekki hafa not fyrir Hart.
Mynd: Getty Images
Afar, afar ólíklegt er að Hart fari með Englandi á EM næsta sumar. Hann var aðalmarkvörður fyrir ekki svo löngu síðan.
Afar, afar ólíklegt er að Hart fari með Englandi á EM næsta sumar. Hann var aðalmarkvörður fyrir ekki svo löngu síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ferill markvarðarins Joe Hart hefur verið á hraðri niðurleið frá því að Pep Guardiola tók við Manchester City. Hart var ekki nægilega góður í fótunum fyrir leikstíl Guardiola, og ákvað Spánverjinn því að hleypa honum í burtu frá Man City.

Hart hafði unnið tvo Englandsmeistaratitla með Manchester City og var aðalmarkvörður enska landsliðsins áður en Guardiola mætti til Manchester. Hart varði mark Englands í 2-1 tapinu gegn Íslandi á EM 2016, eftirminnilega.

Hart átti erfitt Evrópumót með Englandi og hann fékk ekki góðar fréttir þegar hann kom heim frá Frakklandi. Hann var ekki í myndinni hjá Guardiola og var hann sendur á láni til Torino á Ítalíu.

„Sjálfstraust getur verið tekið af þér þegar besti knattspyrnustjóri í heimi segir að þú sért ekki hans týpa," segir Gary Peters, fyrrum þjálfari Hart hjá Shrewsbury Town, við Daily Mail.

Hart lék í eina leiktíð á láni hjá Torino og eina leiktíð á láni hjá West Ham. Hjá báðum félögum var hann gagnrýndur fyrir að gera of mörg mistök.

Núna er hann varamarkvörður hjá Burnley, sem er í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar.

Hvernig fór hann úr því að vera landsliðsmarkvörður Englands og Englandsmeistari með Manchester City í það að vera á þeim stað þar sem hann er í dag? Micah Richards, fyrrum liðsfélagi Hart hjá Manchester City, segir að það sé blásið mikið upp þegar Hart gerir mistök. Það hafi áhrif á sjálfstraustið.

„Þegar Harty gerði mistök þá var það blásið verulega upp. Stundum, og ég hef verið á þeim stað, þá getur það verið of mikið fyrir þig. Ef fólk myndi þekkja Joe Hart eins og ég geri - fjölskyldumanninn sem myndi gera allt fyrir alla - þá myndi það ekki dæma hann eins og það gerir," sagði Richards við Daily Mail.

Á síðasta tímabili var Hart í samkeppni við Tom Heaton hjá Burnley. Þeir léku báðir 19 úrvalsdeildarleiki.

Í þeim 19 leikjum sem hann spilaði, þá fékk Hart á sig fleiri mörk og varði minna hlutfall af skotum sem hann fékk á sig. Er Heaton spilaði þá var gengi Burnley betra, en hægt er að færa rök fyrir því að Heaton hafi fengið betri vörn frá liðsfélögum sínum.

Heaton fór til Aston Villa síðasta sumar og þá kom Nick Pope til baka úr meiðslum og tók byrjunarliðsstöðuna hjá Burnley. Hart hefur ekki spilað úrvalsdeildarleik á tímabilinu.

Samningur hins 32 ára gamla Hart við Burnley rennur út næsta sumar. Tapið gegn Norwich í FA-bikarnum á dögunum gæti hafa verið hans síðasti leikur fyrir félagið.

Richards telur að Hart geti enn spilað á hæsta stigi í ensku úrvalsdeildinni. „Hann á enn fjögur eða fimm ár eftir ef hann vill þau. Þetta snýst bara um að hann fái tækifæri."

Tækifæri er eitthvað sem Hart þarfnast, síðastliðinn fimmtudag voru liðnir 400 dagar síðan hann fékk síðast tækifæri í ensku úrvalsdeildinni. Í frétt Daily Mail kemur þá fram að 150-1 líkur séu á því að Hart fari á EM næsta sumar með Englandi.

Líklegra er að hinn 16 ára gamli Jude Bellingham, sem spilar með Birmingham, fari á EM.
Athugasemdir
banner
banner