Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. febrúar 2023 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn Everton mótmæltu á æfingasvæði félagsins í gær
Bill Kenwright
Bill Kenwright
Mynd: Getty Images
Everton hefur verið í miklu basli á þessari leiktíð en liðið er í næst neðsta sæti með jafn mörg stig og Southampton sem situr á botninum.

Frank Lampard var látinn taka pokann sinn og Sean Dyche er nú tekinn við keflinu.

Félagsskiptaglugganum lauk í gær en Everton keypti engan leikmann. Í raun veiktist leikmannahópurinn því Anthony Gordon var seldur til Newcastle. Peningurinn sem fékkst fyrir hann var hinsvegar ekki notaður í að styrkja liðið. Það komu fréttir af því að liðið hafi meðal annars reynt að ná í Olivier Giroud frá AC Milan án árangurs.

Stuðningsmenn Everton voru allt annað en sáttir eftir að glugganum lauk og mættu á æfingasvæði félagsins þar sem þeir kröfðust þess að stjórnarformaður félagsins, Bill Kenwright segði af sér.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner