Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 31. janúar 2025 23:58
Sölvi Haraldsson
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Dóri Árna er Íslandsmeistari með Breiðablik.
Dóri Árna er Íslandsmeistari með Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Örn hefur verið orðaður við Breiðablik.
Ívar Örn hefur verið orðaður við Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þetta er bara æfingaleikur í janúar og við horfðum á hann sem slíkan. Við dreifðum álaginu á menn og erum að trekkja okkur í gang. Þetta er smá test á menn sem hafa verið að spila hálfleik hingað til og við fengum jákvæð svör við því í dag.“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-2 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Þungavigtabikarsins 2025.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  4 Breiðablik

Breiðablik er annað liðið til að vinna Þungavigtabikarinn en Dóra finnst þessi keppni gefa hefðbundnum æfingaleikjum meira vægi.

Þetta breytir umgjörðinni og svo sjá mótastjórarnir líka um að skaffa dómara og vellina, þá þurfum við ekki að vera að sjá um allt þetta. Fyrir utan það að þetta heitir mót gerir það aðeins meira úr hlutunum. Frábært að vera með mót í janúar þar sem er ekki einhver kvóti á skiptingar, einhver stopp og allir mega spila. Ég held að það sé það mikilvægasta.“

Hvernig er staðan á hópnum hjá Blikum í dag?

Já staðan er góð. Flestir eru heilir og það er tröppugangur í þessu. Við vorum að klára okkar erfiðustu viku hingað til, búnir að æfa tvisvar á dag í þessari viku ég vissi ekki alveg hvernig þyngslin á mönnunum voru í dag en þeir voru nokkuð ferskir held ég. Svo bara á þriðjudaginn er fyrsti leikur í Lengjubikarnum. Við erum á góðum stað í dag og þetta lítur vel út.

Næst á dagskrá hjá Blikum er Lengjubikarinn en það hefur mikið verið í umræðunni hvort breyta skuli fyrirkomulaginu á Lengjubikarnum þar sem liðin í efstu deild fá einungis tvo leiki gegn öðrum liðum í efstu deild. 

Ég hef verið báðum meginn við borðið. Nú er ég að þjálfa Breiðablik sem eru Íslandsmeistarar ég hef líka verið með KV í næstefstu deild. Hjá Breiðablik fáum við tvö efstu deildarlið og þrjú Lengjudeildarlið en hjá KV fengum við þrjú efstu deildarlið og tvö Lengjudeildarlið. Það var alltaf líka svolítið skakt.“

„Þetta er ekki heppilegt fyrir neinn þannig lagað. Þetta var líka svona í fyrra, við fengum engan alvöru leik fyrr en gegn Köln, viku fyrir mót. Í hinum fullkomna heimi værum við með 18 lið í A deild í staðin fyrir 24 lið. Það er bara mín skoðun sem myndi gera þetta held ég betra fyrir alla en það er bara gott að fá þessa leiki.

Ívar Örn og Anton Logi hafa verið orðaðir við Breiðablik. Dóri segir að Anton Logi sé ekki á heimleið og að Ívar Örn sé leikmaður KA í dag sem þýðir að hann getur ekki tjáð sig um hans mál.

Ég get ekkert sagt til með það í dag. Hann er bara leikmaður KA og eins og aðrir leikmenn sem við erum að skoða eru þeir samningslausir eða í öðrum liðum. Í dag spilum við með Viktor Örn og Ásgeir Helga og Arnór Gauta og svo Daniel. Við erum í ágætis málum en ég held að það sé ekkert leyndarmál að við erum í leit að hafsent.

Dóri sagði þá að Breiðablik væri í leit að hafsent og framherja en Óli Valur Ómarsson spilaði allan leikinn í senter fyrir Blika.

Viðtalið við Halldór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner