Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. mars 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Obi Mikel að vinna í því að koma Osimhen til Chelsea
Victor Osimhen.
Victor Osimhen.
Mynd: Getty Images
John Obi Mikel segist vera að vinna í því að koma sóknarmanninum Victor Osimhen til Chelsea. Obi Mikel þekkir Osimhen afar vel og þekkir hann jafnframt hvern krók og kima hjá Chelsea eftir að hafa spilað þar lengi á sínum ferli.

Osimhen er afar eftirsóttur þar sem hann hefur sýnt það og sannað hjá Napoli að hann er mjög góður í að skora mörk.

Hann hefur hvað mest verið orðaður við Chelsea og Paris Saint-Germain, en Obi Mikel er hreinskilinn með það að hann er að vinna í því að koma landa sínum til Chelsea.

„Ég er að reyna að koma honum til Chelsea og ég held að það sé áhugi frá báðum aðilum," segir Obi Mikel.

„Hann elskar félagið og vill koma til félagsins. Hann fylgja í fótspor mín og annarra Nígeríumanna eins og Victor Moses og Celestine Babayaro. Hann lítur einnig á London sem frábæra borg. En það er líka áhugi frá Manchester United og PSG."

„Við þurfum sóknarmann sem skorar mörk og það er það sem Victor gefur þér."
Athugasemdir
banner
banner