Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. apríl 2020 10:14
Magnús Már Einarsson
Andri Yeoman hefur ekki æft fótbolta - Ætlaði í maraþon í mars
Andri Rafn Yeoman.
Andri Rafn Yeoman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rafn Yeoman, miðjumaður Breiðabliks, er mættur heim til Íslands eftir að hafa dvalið við mastersnám í samgönguverkfræði við Sapienza háskóla í Róm á Ítalíu í vetur. Andri átti ekki að koma heim fyrr en í lok júní en vegna kórónuveirunnar er hann nú mættur til landsins og útlit er fyrir að hann klári þessa önn í fjarnámi.

„Ég veit eiginlega ekkert hvað gerist næstu vikurnar. Ef svo ólíklega vildi til að veiran verði lögð að velli á stuttum tíma þá fer ég hugsanlega aftur út. Það er hins vegar ekki mjög líklegt. En ég hef ekki spilað neinn fótbolta í vetur. Ég hef haldið mér í formi með því að hlaupa. Ætlaði meira segja að hlaupa maraþon í mars en það datt að sjálfsögðu upp fyrir," sagði Andri í viðtali við Blikar.is

„Ég á nú ekki von á því að komast í liðið fyrir fyrsta leik en ég er strax kominn inn í æfingaprógrammið hjá Óskari Hrafni og Halldóri. Þetta verður því allt að koma í ljós.“

Námið hjá Andra er til tveggja ára og því er líklegt að hann fari aftur út í haust.

„Ég leit á dvölina á Ítalíu sem prufu hvernig það gengur að spila alvöru fótbolta með svona námi. Ég get hins vegar ekki leynt því að ég er orðinn spenntur fyrir tímabilinu á Íslandi, hvenær svo sem það byrjar. Blikaliðið virkar firnasterkt um þessar mundir. Ég heyri á hlaupafélögunum í Blikaliðinu að þeir eru mjög ánægðir með nýja þjálfarateymið og menn eru bjartsýnir á góðan árangur næsta sumar. Vonandi get ég lagt mitt af mörkum til að gera þetta að skemmtilegu sumri fyrir okkur Blika,“ sagði Andri við blikar.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner