Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 01. apríl 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grealish fær stóra sekt fyrir heimskulegar gjörðir sínar
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish verður sektaður um 150 þúsund pund, sem nemur 26,6 milljónum íslenskra króna, af Aston Villa, en The Times greinir frá þessu.

Grealish fær sektina fyrir heimskulegar gjörðir sínar. Grealish óhlýðnaðist fyrirmælum yfirvalda í Bretlandi þegar hann fór út í gleðskap um síðustu helgi. Hann braut tilmæli um útgöngubann og lenti svo í umferðaróhappi.

Grealish birti í kjölfarið myndband á Twitter þar sem hann baðst afsökunar. Hann hafi gert mistök með því að þiggja heimboð frá vini sínum um helgina.

Miðjumaðurinn hæfileikaríki hafði sjálfur birt myndband af samfélagsmiðlum síðasta laugardag þar sem hann sagði fólki að virða útgöngubannið og vera heima. Það var áður en hann skellti sér sjálfur í gleðskap.

Hinn 24 ára gamli Grealish er fyrirliði Aston Villa og er hann sagður fá um 75 þúsund pund í vikulaun. Hann mun því missa tveggja vikna laun, en launin verða þess í stað gefin til góðgerðarmála.
Athugasemdir
banner
banner
banner