Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. apríl 2020 14:06
Hafliði Breiðfjörð
Leikjum karla- og kvennalandsliða Íslands frestað um óákveðinn tíma
Mótum U19 og U17 landsliða aflýst
Ísland mætir Rúmeníu í september.
Ísland mætir Rúmeníu í september.
Mynd: Eyþór Árnason
UEFA hefur staðfest að leikjum í umspili fyrir EM á næsta ári hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Leikirnir áttu upphaflega að fara fram í síðustu viku en þeim var frestað vegna kórónuveirunnar. Það sama má segja um leiki kvennalandsliða sem fara áttu fram í júní.

Í morgun bárust óstaðfestar fréttir af því að leikjunum yrði frestað þar til í september til að deildarkeppnir í Evrópu geti klárast í sumar sem og Meistara og Evrópudeildin. Það reyndist ekki rétt því ákveðið var að fresta leikjunum um óákveðinn tíma.

Ísland og Rúmenía áttu að mætast í umspili um sæti á EM á Laugardalsvelli þann 4. júní. Sigurvegarinn þar átti að mæta Ungverjalandi eða Búlgaríu í úrslitaleik 9. júní. Þessum leikjum hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma líkt og öðrum leikjum í umspilinu.

Kvennalandsliðið átti að mæta Lettum og Svíum hér heima í undankeppni EM 2021 í byrjun júní og nú er ljóst að þeir leikir fara ekki fram heldur að þessu sinni heldur er þeim frestað um óákveðinn tíma. Liðið á að spila seinni leikinn gegn Svíum í september og engin ákvörðun var tekin um þann leik.

Þjóðadeildin á að að hefjast í september en engin ákvörðun var tekin um þá leiki Ísland er með Englandi, Danmörku og Belgíu í riðli í A-deild Þjóðadeildarinnar en Ísland og England eiga að mætast á Laugardalsvelli þann 5. september.

Þá var einnig ákveðið á fundi UEFA í dag að aflýsa mótum yngri landsliða, U17 og U19 karla og kvenna þar sem Ísland átti fulltrúa í milliriðlum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner