Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 01. apríl 2021 22:45
Victor Pálsson
Vinicius var næstum hættur fyrir fjórum árum
Mynd: Getty Images
Carlos Vinicius, leikmaður Tottenham, var næstum hættur í fótbolta fyrir aðeins fjórum árum síðan.

Vinicius var þá á mála hjá smáliði Gremio Anapolis í Brasilíu en hann fékk lítið að spila og lék aðeins tvo leiki fyrir félagið.

Brassinn var búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna áður en tilboð barst frá Real SC í Portúgal þar sem ferill leikmannsins náði flugi.

Vinicius fór síðar til Napoli og svo Benfica og var lánaður til enska stórliðsins í sumarglugganum.

„Þetta var gríðarlega erfiður tími í mínu lífi og lífi fjölskyldunnar. Ég hafði tekið ákvörðun um að hætta," sagði Vinicius.

„Hlutirnir voru ekki að ganga upp bæði í fótboltanum og heima fyrir. Ég var búinn að taka ákvörðun um að segja þetta gott."

„Sem betur fer þá kom tilboð frá Real Sporting Club í Portúgal í annarri deildinni. Það kom á hárréttum tíma því ég var í raun komin á endastöð."

„Ég ræddi við fjölskylduna um þetta og kom ferlinum aftur af stað. Þetta gaf mér tækifæri til að halda áfram."
Athugasemdir
banner
banner